BEST OF FIRST TRY FAIL MONDAYS FER Í LOFTIÐ

0

 

 

addi


 

Árið 2011 fóru í loftið þættir sem tileinkaðir voru hjólabrettamenningunni á Íslandi. Ef þú hefur einhverntíman haft áhuga á hjólabrettum, þá ættiru að kannast við First Try Fail Mondays. Í eitt og hálft ár eltist Addi Introbeats við flesta hjólabrettaiðkendur landsins og skoraði á þá að framkvæma hinar og þessar brellur,  með mis góðum útkomum en þó alltaf á hressari nótunum. Þættirnir voru sýndir á hverjum mánudegi og sýndu fram á hversu skemmtileg og þétt brettasenan á landinu sé og áttu þættirnir mikin þátt í að vekja áhuga fólks og senunni hjá nýjum sem eldri iðkendum.

Addi valdi til 10 bestu þættina sem verða endursýndir á Albumm.is einu sinni í viku frá og með morgundeginum (mánudag 24. nov). Einnig verður sýnt efni af síðunni Ready To Pop sem Addi og Davíð Hólm höfðu umsjá yfir.

Næsta sumar fara í loftið nýjir þættir sem að sjálfsögðu lesendur Albumm.is verða fyrstir að fá fréttir af.

 

popp

Comments are closed.