BERTEL ÓLAFSSON SENDIR FRÁ SÉR EM LAGIÐ „KALDIR VÍKINGAR“

0

bolti

Tónlistarmaðurinn Bertel Ólafsson gaf nýverið út nýtt lag sem var sérstaklega samið fyrir EM fótboltakeppnina. Lagið heitir „Kaldir Víkingar“ og er það eftir Bertel sjálfann, en í laginu nýtur hann aðstoðar Viðju Antonsdóttur en hún syngur í laginu.  Einnig var hóað í nokkra fótboltaáhugamenn og vini til að taka undir í bakröddum.

Gunnar Sigurðsson plokkar kassagítarinn. Lagið var tekið upp í Stúdíó Sýrland. Ívar Júlíusson tók upp og hljóðblandaði.

„Kaldir Víkingar“ er óformlegur óður til landsliðs Íslands fyrir Evrópumótið og mælt er með að fólk syngi með við hlustun!

Comments are closed.