BERNHÖFTS BAZAAR ER NÝR OG SKEMMTILEGUR ÚTIMARKAÐUR

0

Merki Bazaarsins er unnið úfrá sama formi básanna og nafninu. Litirnir undistrika hugmyndina um útimarkað. Merkið var hannað með það í huga að það geti þjónað sem fáni markaðarins og hugmyndin er að flaggað yrði til bazaars á laugardögum í sumar!

Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmtilegur útimarkaður sem haldinn verður á laugardögum í sumar frá 20. júní til­ 25. júlí á Bernhöftstorfu, horni Bankastrætis og Lækjargötu. Opnunartími bazaarsins verður frá kl. 13:00 til ­18:00.

Bazaarinn er sérstakur að því leyti að hann fær nýtt þema hverju sinni og myndar þannig fjölbreytta dagskrá sem býður ávallt uppá eitthvað nýtt til að skoða, versla og njóta. Þemun verða (í þessari röð): Tónlist, Plöntur, Bretti­ og Hjól, Leikföng, Beint frá ömmu & afa og List.

Hægt er að lesa til um hvern markað fyrir sig hér: http://www.bernhoftsbazaar.net/#!what_we_do/cihc.

Í tengslum við þemu hvers markaðar verða svo uppákomur þar sem gestir geta fengið sér sæti og notið samveru og sumarblíðu. Uppákomurnar eru að ýmsum toga t.d. tónlistaratriði, leikrit, þvottastöðvar fyrir hjól eða harmonikkuspil. Nágranna veitingarhús Bazaarsins munu selja kælandi veitingar fyrir alla fjölskylduna á meðan á mörkuðum stendur.

Bernhöfts Bazaar leitar nú að umsóknum frá fólki af öllum stéttum samfélagsins til að taka þátt í þessum skemmtilega sumarmarkaði með okkur. Þátttökugjald er mismunandi eftir því hvort um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki en því er haldið í lágmarki til að gefa sem flestum færi á að taka þátt. Hægt er að sækja um á mörkuðum með því að senda okkur póst á bernhoftsbazaar@gmail.com.

Þemun stýra gerð markaðarins, en hægt verður að selja og/eða þjónusta allt sem viðtengist þemanu. Sem dæmi má taka Bretta & hjóla markaðinn, þar má selja hjólabretti, hjól, varahluti, körfur og bjöllur, hjóla og bretta föt eða spreybrúsa. Bjóða má uppá að “pimpa upp” hjól, handgerðar hjólabrettaplötur eða ráðgjöf fyrir vægt verð. Fyrirtæki geta kynnt starfsemi sína og boðið uppá ástandsskoðun. Ætlunin er að skapa einstakt og litríkt andrúmsloft á hverjum markaði.

Básarnir eru hugsaðir út frá torfhúsum þá sérstaklega form þeirra en notast er við nútímalegan efnivið.

Bernhöfts Bazaar er unninn í samstarfi við Reykjavíkurborg og er partur af Torg Í Biðstöðu. Hönnuðir, verkefnastjórar og hugmyndasmiðir Bazaarsins eru Þórey Björk Halldórsdóttir og Laufey Jónsdóttir. Við hönnun á básum markaðar var horft til staðsetningunnar og sögu svæðisins, básarnir eru hugsaðir út frá torfhúsum þá sérstaklega form þeirra en notast er við nútímalegan efnivið. Merki Bazaarsins er unnið úfrá sama formi básanna og nafninu. Litirnir undistrika hugmyndina um útimarkað. Merkið var hannað með það í huga að það geti þjónað sem fáni markaðarins og hugmyndin er að flaggað yrði til bazaars á laugardögum í sumar!

https://twitter.com/BernhoftsBazaar

 

Comments are closed.