BERNDSEN ÞÝTUR UM Á PORSCHE OG SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „ALTER EGO“

0
BERNDSEN LJÓSMYND CECILIE BANNOW

Berndsen/Ljósmynd Cecilie Bannow

Tónlistarmaðurinn Berndsen var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist „Alter Ego“ og er það tekið af væntanlegri plötu kappans. „Alter Ego“ er silkimjúk ballaða með áhrifrum frá áttunda áratugnum en það er vel hægt að skella sér í leðurjakkann og dilla sér í takt við þessa fögru tóna!

BERNDSEN 1

Sigurlaug Thorarensen og Elín Ey ljá laginu rödd sína sem gefur því enn meira vægi. Óhætt er að segja að „Alter Ego“ eigi eftir að hljóma í ófáum eyrum um ókomna tíð.

Berndsen er að safna fyrir útgáfunni á Karolina Fund en aðeins eru ellefu dagar eftir og mælum við eindregið með því að fólk kynni sér það nánar. Einnig fylgir söfnuninni bráðfyndið myndband sem má sjá hér að neðan.

Comments are closed.