BERLIN X REYKJAVÍK FESTIVAL

0

22

Um helgina sem var að líða fór fram Berlin X Reykjavík festival og óhætt er að segja að stemningin hafi verið gríðarlega góð. Joseph Mattos Hall ljósmyndari skellti sér á hátíðina og smellti af nokkrum frábærum ljósmyndum fyrir Albumm. Þetta byrjaði á fimmtudeginum á Kex en þar voru meðal annars King Lucky og Daniel Best að spila og náðu þeir upp frábærri stemningu með frábærum tónum. Á föstudeginum var þetta einnig á Kex og Húrra. Epic Rain spilaði á Húrra og náði hann vægast sagt upp frábærri stemningu! Ef þið hafið ekki séð Epic Rain live þá mæli ég með því að fylgjast með hvenær hann er að spila næst! Á laugardeginum var þetta á Húrra en einmitt þetta kvöld var Emilíanna Torrini að spila en það var mikil eftirvænting að berja hana augum, enda ekki á hverjum degi sem þessi snillingur spilar á klakanum. Mjög vel heppnaðir tónleikar þar á ferð og stappað var út úr dyrum og allir virtust skemmta sér konunglega! Þetta kvöld var svo klárað með dj setti frá Borg og gerðu þeir það snilldarlega! enda vanir menn þar á ferð. Hátíðinni var svo lokað á sunnudeginum í Mengi en þar spilaði Skúli Sverrisson og Claudio Puntin. Í Mengi var afar kósý stemning og fullkomið að klára hátíðina á þessum tónum.

Berlin X Reykjavík Festival var mjög vel heppnuð hátíð í alla staði og frábær viðbót í Íslenska tónleikaflóru. Þeir sem misstu af þessu ættu ekki að láta þetta framhjá sér fara að ári liðnu! en ekki örvænta því það er enn möguleiki á að fara til Berlínar en hátíðin fer þar fram 5-7 mars næstkomandi.

Ljósmyndari: Joseph Mattos Hall 

Miðasala fyrir Berlin X Reykjavik Festival í Berlin: http://www.koka36.de/event_site.php?event=63248

Berlín line up:

Emiliana Torrini & Ensemble X
Claudio Puntin & Skúli Sverrisson
AdHd
Stereo Hypnosis
Futuregrapher
dj. flugvél og geimskip
Ambátt
ThizOne
Mike Hunt Is Your Uncle
Arni Vector
Jafet Melge
Elegy For Eva Stern
Ingvi Dj set
Jazzy Berlin Jam session

DSC_0356  DSC_0359  DSC_0381

DSC_0404

DSC_0482

DSC_0483

DSC_0525
4
5
6

 

 

1

2

3

DSC_0534

DSC_0566

DSC_0588 (1)

 

DSC_0599
10

11

12

13

14

15

DSC_0656

DSC_0662

DSC_0666

DSC_0667

DSC_0671

DSC_0680

DSC_0681
24

7

8

9

16

17

18

19

20

21

 

 

Comments are closed.