BERLÍN X REYKJAVÍK FER FRAM UM HELGINA Á HÚRRA / PAN THORARENSEN SVARAÐI NOKKRUM SPURNINGUM

0

berlin 1

Berlín X Reykjavík fer fram um helgina á skemmtistaðnum Húrra en dagskráin er einkar glæsileg í ár. Herlegheitin byrja annað kvöld kl 20:30 en fyrstur á svið er sjálfur Beatmakin Troopa.

Berlín X Reykjavík fór fram í Berlín um helgina sem leið en virkilega góð stemming var á viðburðinum og það er á hreinu að þetta er komið til að vera!

Albumm náði tali af Pan Thorarensen skipuleggjanda Berlín X Reykjavík:

Hver er hugmyndin með Berlín X Reykjavík og hvernig kviknaði hún?

Við héldum upp á fimm ára afmæli Extreme Chill Festival í Berlín sumarið 2013. Á sama tíma voru strákarnir í XJAZZ Festival í Berlín að skipuleggja sína fyrstu hátíð. Sebastian Studnitzky hafði samband við mig og við skiptumst á skoðunum og pælingum, eitt leiddi að öðru og ári síðar var tekin ákvörðun um að keyra þetta magnaða samstarf í gang sem er Berlin X Reykjavík.

Hvað er markmið verkefnisins (Berlin X Reykjavík Festival)

Ég er að kynna og vekja athygli á íslenskri og þýskri raf- og jazz tónlist á erlendum markaði sem og heimamarkaði, koma á samböndum milli íslenskra og erlendra tónlistarmanna og annarra sem hafa áhuga á íslenskri tónlist s.s. útgefenda og umboðsmanna.

Er einhver munur á hátíðinni hér á landi og í Berlín eða er þetta með svipuðu sniði?

Já meiri raf þema í Berlín og meiri jazz hér heima. Annars bara góð blanda af báðu en á hátíðinni í ár er fókusinn settur á Ísland.

Lofarðu góðu stuði?

Lofa miklu stuði alla helgina á Húrra þetta er dagskrá sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Extreme Chill Festival - Berlin

Berlin X Reykjavik er hugarfóstur þeirra Pan Thorarensen & Sebastian Studnitzky en hér má sjá dagskrána í heild sinni:

Húrra – Föstudagur 29. Janúar.

20.30 – 21.30 – Beatmakin Troopa
21.45 – 22.30 – Studnitzky

22.45 – 23.30 – Dj Flugvél & Geimskip
23.45 – 00.30 – Futuregrapher
00.45 – 01.30 – Frank Murder

 Húrra – Laugardagur 30. Janúar

20.30 – 21.30 – King Lucky
21.45 – 22.40 – Studnitzky & Eyþór Gunnarsson

23.00 – 23.50 – Samúel Jón Samúelsson
00.00 – 01.00 – Sísý Ey

Comments are closed.