BERLÍN X REYKJAVÍK 2016 ER HANDAN VIÐ HORNIÐ

0
berlin 5

Ljósmynd: Sevi Tsoni

Berlin X Reykjavík 2016 verður haldin í annað sinn dagana 21.- 23. janúar í Berlín á hinum magnaða tónleikastað Badehaus, Einnig munu tónleikar fara fram á hinum súper kúl stað Michelberger samstarf hefur einnig verið gert við FluxFM. Hátíðin mun svo færa sig yfir til Reykjavíkur helgina eftir dagana 28.-30. janúar. Tónleikarnir í Reykjavík munu fara fram á Húrra.

berlin 4

Ljósmynd: Sevi Tsoni

Dagskráin er ekki af verra endanum en listamenn á borð við: Studnitzky, Eyþór Gunnarsson, Samúel Jón Samúelsson, Sísý Ey, Stereo Hypnosis, Dj Flugvél & Geimskip, Berndsen, M-Band, Epic Rain, Futuregrapher o.fl.o.fl. munu troða upp.

berlin 2

Ljósmynd: Sevi Tsoni

berlin 6

Berlin X Reykjavík gekk vonum framar í febrúar síðastliðnum og er mikil spenna að endurtaka leikinn á komandi ári.
Listmenn á borð við: Emilana Torrini, Skúli Sverrisson, ADHD, Stereo Hypnosis, Jazzanova, Claudio Puntin, Christian Prommer. O.f.l. tróðu upp í febrúar síðastliðin.

berlin 3

Berlin X Reykjavik er hugarfóstur þeirra Pan Thorarensen & Sebastian Studnitzky.

Miðasalan fyrir Berlin X Reykjavík 2016 hefst næstu daga á Miði.is

Comments are closed.