BENNI HEMM HEMM SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „SLÖKT LJÓS“ OG TÓNLEIKAR FIMMTUDAGINN 28. APRÍL

0
benni 1

Benni Hemm Hemm. Ljósmynd: Ómar Örn Smith

Tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm þarf ekki að kynna fyrir þjóðinni en kappinn var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist „Slökkt Ljós.“ Benni eins og hann er oftast kallaður hefur komið víða við á viðburðarríkum ferli og er nýja lagið hanns algjör snilld og góð viðbót í kladdann hjá þessum hæfileikaríka tónlistarmanni.

Benni Hemm Hemm. Ljósmynd: Ómar Örn Smith

Benni Hemm Hemm kemur fram á tónleikum næstkomandi fimmtudag, 28. Apríl á Húrra en kappinn mun þar þrusa út nýjum lögum og vera með nýja hljómsveit! Ekki amarlegt það. Í hljómsveitinni eru gítarleikarinn Róbert Sturla Reynisson, bassaleikarinn Arnljótur Sigurðsson, trommuleikarinn Ívar Pétur Kjartansson og rafmagnsbarítóngítarleikarinn Páll Ivan frá Eiðum. Á undan Benna Hemm Hemm kemur fram hljómsveitin Funny Badlands.

Ekki láta þetta framhjá þér fara!

Comments are closed.