BENNI HEMM HEMM ER ENGINN FÁVITI

0

benni 2

Tónlistarmaðurinn Benedikt H. Hermannsson eða Benni Hemm Hemm eins og hann kallar sig var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem nefnist „Fávitar.“ Lagið er tekið af væntanlegri breiðskífu kappans Skordýr sem kemur út 26. Ágúst næstkomandi. Breiðskífan kemur einnig út sem ljóðabók, virkilega vænlegur pakki það!

benni

„Fávitar“ er einkar fallegt, einlægt og frábært lag og ættir þú því að skella þessu á fóninn (ýta á play) og hækka!

Comments are closed.