BENNI HEMM HEMM

0

_DSC3488

Benni Hemm Hemm er tónlistarmaður sem hefur komið víða við. Benni segir okkur frá ferlinum og öllum þeim ævintýrum sem hann hefur lent í en einnig segir hann okkur frá nýja starfinu.


Hvernig byrjaði ferillinn?

Ég byrjaði ungur að spila á píanó og var alltaf mest spenntur fyrir því, svo byrjaði ég að skrifa nótur og ætlaði að verða tónskáld og var svona alvarlegur við píanóið. Ég lærði á fiðlu í eitt ár og klassískan gítar, en um 12 ára aldur byrjaði ég í hljómsveitum. Ég fór frekar snemma í hljómsveitabransann og var farinn að spila á börum fyrir bjór svona 14 ára, ég spilaði mest á gítar þá. Ég var í hljómsveit sem hét Mósaík, svo var ég trommari í rapphljómsveit sem hét Motherfuckers in the House, það var mjög skemmtileg hljómsveit. Eftir að sú hljómsveit hætti þá var ég í einhverju dramakasti og vildi engan vegin koma nálægt tónlist aftur, man ekki af hverju, en þegar ég var búinn að taka þessa ákvörðun þá varð hljómsveitin Rúnk til. Ég var um tvítugt en upplifði mig eins og ég væri búinn með einhvern svaka tónlistarferil. Eftir það fór ég til Hollands í raftónlistarnám og það var svona svipað breakdown. Þar var ógeðslega leiðinleg nálgun á tónlist, allavega í deildinni sem ég var í og ég lenti í svipuðu krassi þar og var alveg úff! hvað það er leiðinlegt að gera tónlist og ætlaði ekki að gera það aftur. Ég ákvað að semja svona viðbragð við raftónlist, þessa alvarlegu raftónlist. Þá ákvað ég að gera svona stutt popplög og syngja, sem var bara nánast fáránlegt útaf því að ég gerði það aldrei. Ég gerði þetta einn og komandi úr þessu raftónlistar dóti þá er þetta svona flippaðasta sem ég gat mögulega gert. Út frá þessu öllu saman varð Benni Hemm Hemm til. Ég gaf út sex laga disk árið 2003 en ári eftir bað tilraunaeldhúsið mig um að spila á tónleikum og þá var ég að spila með laptop tölvu, þetta voru einhvernvegin þannig taktar sem ég gerði að það var alveg glatað. Árið 2004 vildi ég gera þetta allt öðruvísi. Ég bjó til hljómsveitina mína og hún bombaðist svona frekar hratt í gang. Maður var að spila rosa mikið og taka upp, ég var alveg á fullu þangað til 2008. Það hljómar frekar stuttur tími 4 ár, 3 breiðskífur, nokkrar EP plötur, margir túrar og ógeðslega mikið að gera. Ég flutti til Skotlands og hélt áfram að vinna þar. Ég hélt sama vinnutempói þar og mér hefur alltaf þótt það mjög mikilvægt, vera með þetta íslenska vinnusiðferði og ef maður er ekki alltaf að sýna einhver afköst þá er maður einhver slakker og aumingi, sem ég er sem betur fer búinn að losa mig við núna því þetta er alveg klikkaður hugsunarháttur.

_DSC3402

Mundir þú segja að Benni Hemm Hemm væri þitt sóló verkefni eða hljómsveit?

Ég var fyrst einn en í dag erum hljómsveit. Það er alveg random hver er í hljómsveitinni en það kemur alveg fyrir að ég sé einn þannig ég get eiginlega ekki sagt hvort er hvað.

Hvaða plötu var erfiðast að gera?

Ég var næstum því búinn að fá taugaáfall við að gera Kajak sem er önnur platan. Ég ákvað að gefa mér eins lítinn tíma í að gera hana og mögulegt væri og ég lagði mikið upp úr því, mér fannst það svo flott að gera hlutina hratt sem var svona pínu hrokapakki að við værum svo hot shit að við gætum bara bombað þessu inn og ekkert vesen, til hvers að eiða einhverjum tíma í þetta. Tildæmis þá gáfum við okkur fjóra daga í mixið hún er sko mixuð analog, þá eru allir á tökkunum það er bara ekkert hægt að mixa þrettán lög á fjórum dögum. Beint eftir mixin fór ég og Orri með teipin til London að mastera plötuna en það tók lengri tíma en við höfðum planað. Í þessu masteringa sessioni þá var ég öruglega svona þrjár mínútur frá því að fá taugaáfall. En það var mjög gaman að taka hana upp bara mikið álag og algjörlega sjálfskipað, það var engin ástæða fyrir þessu deadline, bara ég að vera crazy.

_DSC3449

Það fór ansi mikið fyrir þessari plötu

Það var voða vinsælt lag á undan er það ekki voða týpískt þá taka allir eftir plötunni á eftir.

Þú fórst svo til Skotlands?

Já ég var þar í þrjú ár. Ég var að leyta mér að vinnum og það var ein kona í einu leikhúsunum þarna úti sem boðaði mig á fund og það eina sem hún sagði mér er að ég þurfti að tala við blaðamann sem heitir Neil Cooper og ég gerði það. Ég veit ekki alveg fyrir víst, en ég held að hann hafi fengið svona skipun frá henni að kynna mig fyrir öllum í Edinborg, öllu svona tónlistarfólki. Hann fór með mig á tónleika annað hvert kvöld í um tvo mánuði, þannig á þessum stutta tíma þá hraðspólaði ég mig svona fimm ár fram í tímann upp á það að kynnast fólki. Þannig ég var búinn á mjög stuttum tíma að spotta út fólk sem ég vildi kynnast og spila með og fá í hljómsveitina mína og bara allt komið í gang, en það var fáránlega mikil heppni. Ég gerði Ep plötu þarna úti sem heitir Retaliate og ég spilaði á fullu og gerði klukkutíma langt verk með Alesten Roberts sem var flutt á listahátíð, og svo þessa plötu sem kom út í Nóvember 2013 ég tók hana upp á meðan ég bjó úti. Hún var búin að vera tilbúin síðan ég bjó úti, en ég gaf hana út sjálfur á endanum útaf einhverju útgáfuveseni.

Morr Music hefur verið að gefa þig út, er það samstarf enn í gangi

Morr Music dreifir nýju plötunni í Evrópu þannig ég er ekki alveg búin að kötta á sambandið en samt allt annað í gangi núna, en ég gef út þessa sjálfur sem er einhvernvegin viðeigandi. Það væri ekkert sanngjarnt fyrir eitthvað útgáfufyrirtæki að vera gefa út plötu með einhverjum sem spilar eina tónleika þegar hún kemur út og er ekkert að plana að gera neitt meira og ekkert plan að fara að túra. Maður þarf svo að vera geðveikt til í það til að nenna því og þegar ég var hættur að vera mega til í það þá komst ég að þeirri niðurstöðu að betra væri að sleppa því. Mér finnst mjög gaman að spila og það er komin einhver svona ákveðin riþmi í það núna, ég spila frekar sjaldan og þegar við spilum þá er þetta alltaf eins og mig hefur dreymt um, að hverjir tónleikar væru svona brjálað moment, það mundi aldrei vera þannig ef maður mundi spila kvöld eftir kvöld vikum saman. Maður er alltaf með þessa tilfinningu þetta á ekki alveg að vera svona að maður sé að drösla sér upp á svið kvöld eftir kvöld. Mér finnst eiginlega betra núna að treysta á annað sem atvinnu og að hverjir tónleikar séu alveg magnað móment og þeir hafa alveg verið þannig síðustu tónleikar, build up og spenna í hópnum. Ég var eiginlega búinn að gleyma að þetta prósess væri mögulegt og að þetta væri bara geðveikt spennandi og ógeðslega gaman eftir á og ekkert vesen og ekkert stress og áhyggjur af peningum og eitthvað, miklu skemmtilegri listrænni vinna finnst mér. Mér finns ekki gaman að reka hljómsveit en sumum finnst það, ekki mér. Mér fannst frábært að taka púlsinn á þessu og fatta að ég var að reka fyrirtæki og mér finnst ekki gaman að reka fyrirtæki.

_DSC3411

Hver er sagan á bak við Early Morning Rain?

Þetta lag er eftir Georg Hamilton fjórða, ég heyrði það fyrst í útgáfu Elvis Prestley. Flestir hafa gert hressa útgáfu af þessu lagi. Þetta er sorglegur og ömurlegur texti, þunnur á flugvelli, kemst ekki í flugvélina og ert bara eitthvað einn og yfirgefinn. Þetta er bara eitthvað rónaljóð þannig mér fannst bara vanta einhverja sorglega útgáfu af þessu lagi. Við gerðum þetta fyrst á útgáfutónleikum fyrir Kajak en þá gerði ég þessa útsendingu fyrir brassið, við tókum tvö cover lög, þetta og Back for Good eftir Ragga Kjartans sem var líka mjög skemmtilegt.

Ertu alla daga að grúska eitthvað í tónlist

Nei ég var þannig alltaf hérna áður. Ef ég sá fyrir mér að eiga dauðar tvær mínútur einhverstaðar þá tók ég með mér stílabókina til að nýta tímann. Ég fór í bíó þá ætlaði ég ekki að fara að sóa tímanum í hléinu sem er alls ekki hollt, en ekki í dag. Ég er núna að fara að kenna í Vesturbæjarskóla og það eru margir að segja að ég þurfi að passa að sinna mínu og svona sem ég skil alveg rosa vel, ég pældi rosa mikið í því þegar ég var að byrja í kennara náminu. Mér finnst rosa nauðsynlegt núna tildæmis að vera ekki í neinu sambandi við bransann og vera ekki háður neinu sem tengist honum, selja dót eða miða eða að gera eitthvað sem hefur með peninga að gera. Ég átti í svo mörgum rifrildum við vini mína um þetta af því ég hélt svo fast í það að vinna fyrir mér sem tónlistarmaður og ég var alltaf harður á því að það hefði engin áhrif á það hvað maður gerir þó maður sé að vinna við það. Ég var að sækja um styrki hjá mentamálaráðuneitinu, ekki það að ég sé eitthvað löghlíðin samfylkingunni eða eitthvað, ég bara skrifaði það sem þurfti á þessar styrktar umsóknir. Þegar ég rauf tengslin þarna á milli þá gjörbreyttist allt og þetta varð aftur að pjúra listsköpun.

 Hverjir eru eftirminnilegustu tónleikarnir?

Þeir sem mér dettur helst í hug sem er ekki mjög hræðilegt að segja frá var tónlistarhátíð í Rotterdam. Tónleikahaldarinn vildi fá allar útgáfur af Benna Hemm Hemm. Skoska hljómsveitin mín kom og fullt af fólki frá Íslandi þannig það komu allt í allt um 20 manns og við spiluðum á mörgum tónleikum í mismunandi útgáfum það var svolítið skemmtilegt. Þetta var yfir eina helgi og þótti mér mjög vænt um að fá að prófa það. Svo var ansi margt eftirminnilegt í Bandaríkjatúrnum okkar það er efni í heila bók…

_DSC3340

Fylgistu vel með hvað er að gerast í tónlistarheiminum?

Sko venjulega fylgist ég mjög illa með, ég hef verið að gera útvarpsþætti og það er ótrúlega skemmtileg leið til að fylgjast með hvað er að gerast og læra eitthvað um gamla hluti og svona. Ég var að klára seríu um tónlist sem kallast myndlistarmenn, í því ferli kynntist allskonar nýrri raftónlist sem mér finnst alveg geðveikt spennandi. Þessir þættir heita, ég sé í hljóði og voru í gangi á mánudögum út ágúst á rás 1. Venjulega þegar ég er heima þá hlusta ég aldrei á neitt og er að reina að taka mig á í því. Ég gerði BA ritgerð í tónsmiðum, var að læra tónsmiðar og gerði viðtal við nokkur tónskáld og mér fannst svo áberandi þegar ég fór heim til þeirra þá var algjör þögn. En annaðhvort hlusta ég á tónlist eða ekki. Tildæmis þegar ég er heima að skrifa í tölvuna þá get ég ekki hlustað á tónlist mér finnst það mjög erfitt.

Finnst þér þú vera búin að gera það sem þú ætlaðir þér gera?

Ég veit það ekki alveg sko, ég er ekkert að spá í því kannski er fínt að spá í því. Ég var fókuseraður á því að halda í það að ég væri sjálfstætt starfandi listamaður, það er rosa langt bil á milli það sem ég var og það sem ég er núna, að vera svona sama um ferilinn. Fyrir nokkrum árum þá var ég alltaf í blöðunum og svona og ég fílaði það ekki. Það ruglaði mig rosalega mikið og það gerði mig alveg geðveikt ruglaðan. Í dag finnst mér alveg geðveikt að hitta krakka sem eru undir tvítugt þeir vita ekkert hver ég er. Eins og þegar maður er út í búð og fólk talar við mann að fyrra bragði og veit hver maður er og svona það fríkar mig út, til þess að það fríki mann ekki út þá þarf maður að búa til svona vegg skilurðu láta eins og manni finnist þetta eðlilegt þá þarf maður að vera sú manngerð að þetta hafi ekki slæm áhrif á mann, ég er bara of viðkvæmur fyrir þennan pakka. Þannig að mér finnst það voða fín pæling að eiða þessum ferli svona að vera í blöðunum og svona, en fá samt að gera það sem manni finnst skemmtilegt. En ég vil líka að einhver komi og hlusti á tónlistina þannig að þetta er ekkert súper einfalt. Ég er rosa hrifin af því þegar orðspor um góða tónlist berst framhjá einhverjum svona kapítalískum leiðum, ég er svo mikill hippi og kommúnisti með það að gera. Eins og Mengi finnst mér frábær staður. Fullt af fólki sem fer þangað og góð dagskrá í gangi, það er greinilegt að enginn er að græða pening þar og það er ekki forsendurnar, mér finnst fínt að það er staður sem er þannig. Og svo þeir sem vilja hitt og fýla sig í hinu þá er það í góðu lagi líka. Konan mín benti mér á það einu sinni að ég héldi að ég væri öðruvísi tónlistarmaður en ég er og ég hafði alltaf haldið að ég væri svona poppari, en eins og þegar Kajak kom út og ég átti að segja hvaða lag ætti að spila í útvarpinu þá var ég bara úff ég veit það ekki þetta er pottþétt allt jafn líklegt til vinsælda mér fannst þetta allt miklir popp slagarar, en í samhengi við þjóðina þá er þetta eitthvað  sem mundi aldrei vera spilað á bylgjunni og mér finnst það bara rosa skrítið. Ég gæti aldrei giskað á hvað væri spilað á Bylgjunni og hvað ekki, fyrir sumum tónlistarmönnum er alveg augljóst hvað fólk hlustar á og hvað fólk hlustar ekki á. Mér finnst ég alltaf vera að gera popp tónlist sem verður svona mainstream þannig að mér fannst ekkert skrítið að tvö lög á fyrstu plötunni urðu mjög vinsæl, mér fannst það bara fullkomlega eðlilegt svo fattar maður að það er kannski pínu skrítið. Ég á vin útí Skotlandi sem heldur að hann sé svo obscure og gerir voða skrítna tónlist og hann gerir alveg R.E.M kaliber hittara, en það er voða gaman að spjalla við hann um þetta. Sumir fatta bara íslensku þjóðina og fatta hvað verður vinsælt, það er geðveikur hæfileiki.

Comments are closed.