BENJAMÍN BENT ÁRNASON SENDIR FRÁ SÉR VIRKILEGA FLOTT TROMMUMYNDBAND

0

trommz

Trommuleikarinn Benjamín Bent Árnason hefur verið að senda frá sér trommumyndbönd í þó nokkurn tíma og hafa þau vakið verðskuldaða athygli. Lagið sem rætt er um heitir „Burnt Rice“ og er með Shawn Wasabi Feat. Yung Gemmy en lagið er afar teknískt.

„Félagi minn sýndi mér lagið og við byrjuðum að djóka með það hversu kúl það væri að taka upp trommucover við það, svo varð sú spontant ákvörðu tekin að kýla bara á það.“ – Benjamín.

Virkilega flott myndband og trommuleikurinn er sko alls ekki af verri endanum!

Gunnar Ingi Jones sá um vídeóupptökurnar, Leifur Örn Kaldal Eiriksson sá um hljóðupptökur og Fannar Már Oddsson sá um andlegt og líkamlegt pepp á upptökusettinu í TÞM.

Comments are closed.