BENJAMÍN BENT ÁRNASON MEÐ VIRKILEGA SKEMMTILEGT TROMMUMYNDBAND

0
benni

Ljósmynd: Gunnar Ingi Jones

Benjamín Bent Árnason  er tvítugur trommuleikari frá Vöðlum í Önundarfirði. Benjamín hefur spilað með ýmsum hljómsveitum hér og þar í grasrótar/harðkjarna senunni, þar á meðal hljómsveitinni Icarus (sem að heita núna Great Grief) og X Heart sem hitaði upp fyrir Mammút á Húrra fyrir ekki svo löngu. Einnig var kappinn að ljúka við trommu upptökur fyrir næstu plötu frá grúbbunni Ambátt sem að inniheldur meðlimina Pan Thorarensen og Þorkel Atlason.

„Ég byrjaði að fylgjast með öðrum gaurum pósta sínum coverum af hinum og þessu hljómsveitum sem að ég hef verið að fylgjast með alveg frá því að ég var í Grunnskóla – og svo þróaðist það bara þannig að ég fór að prufa það sama.“ – Benjamín

benni 2

Ljósmynd: Gunnar Ingi Jones

Benjamín og vinir hanns ákváðu að skella í mjög skemmtilegt trommumyndband við eitt af nýjustu lögum Agent Fresco „Destrier.“ Myndbandið er tekið upp í Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM), hljóðvinnsla var í höndum Leifs Eiríkssonar (Trommara Great Grief og Conflictions) og Myndbandsvinnsla frá Gunnari Inga Jones (Bassaleikara Conflictions).

Comments are closed.