BENEDIKT FRIÐBJÖRNSSON

0

Benni_portrait3

Benedikt Friðbjörnsson eða Benni eins og flestir kalla hann er 10 ára snjóbrettasnillingur frá Akureyri. Þrátt fyrir ungan aldur hefur kappinn verið að renna sér í 5 ár og er kominn á samning hjá risa fyrirtækinu DC Shoes. Albumm fékk Benna til að svara nokkrum spurningum um að sjálfsögðu snjóbretti, DC ævintýrið og hvar hann sér sig eftir fimm ár.


Hvenær byrjaðir þú á snjóbretti og hvernig fékkstu áhuga fyrir því?

Ég byrjaði 5 ára gamall og fékk áhugann frá eldri bróður mínum sem var á snjóbretti.

Þrátt fyrir ungan aldur hefurðu náð ansi langt, hvernig fórstu að því?

Ég hef verið duglegur að æfa mig og set markmiðin alltaf hátt, ég stefni alltaf að því að vera bestur.

benni 1x1_2

Nú hefur þú gert talsvert af því að fara erlendis á snjóbretti, hver er munurinn á að renna sér þar og á Íslandi?

Þar er alltaf betri aðstaða til að æfa sig og því get ég æft mig betur. Á Íslandi er oft vont veður.

Nú varst þú að gera samning við DC geturðu sagt mér aðeins nánar frá því og í hverju því felst?

Ég gerði tveggja ára samning við DC shoes. Í því felst að ég fæ pening til að ferðast, vörur og svoleiðis. Ég þarf líka að fara til til Fraklands í myndatökur og  prófa ný snjóbretti og fatnað sem á að selja.

Benni_fs_board2

Nú var að koma út nýtt myndband með þér sem hefur fengið gríðarlega mikla athygli og er meðal annars á Transworld Snowboarding, hvernig tilfinning er það?

Það er engin breyting á mér, það er bara gaman. Það er stundum skrítið að það sé verið að skrifa um mig jafnvel á síðum í Kína, eins og þetta. http://www.snownow.com.cn/00dbkfp.html

Hvar sérðu þig eftir fimm ár?

Ég ætla að vera eins og Marcus Kleveland, geta triple cork og vinna World Rookie Tour.

Benni_bs_boardslide_C-rail

Áttu einhverja sem þú lítur upp til ef svo er hverjir eru það?

Það er langur listi, Torstein Horgomo, Stale Sndbeck, Marcus Kleveland, Sven Thoorgren, Eiki og Halldór, Travis Rice og fleiri og fleiri.

Benni_polejam

Hversu oft ferðu á snjóbretti í viku og er ekkert erfitt að sinna skólanum og snjóbrettunum?

Ég fer eins oft og ég get. Á veturnar fer ég fjórum til fimm sinnum í viku, það getur verið pínu erfitt að læra allt sem ég á að læra en ég læri t.d. allt heima áður en ég fer til útlanda. Stundum er ég alveg einn mánuð í einu í útlöndum.

Benni_fs3_tail_2

Hvar ertu með sponsor?

DC Shoes og Mohawks hafa verið mínir styrktaraðilar síðan 2012. Síðan hafa Oakley, Gopro og GoIce styrkt mig síðan 2013.

Viltu segja eitthvað að lokum?

Ég vill þakka öllum Þjálfurum SKA og Viktori Hjartarsyni, mömmu, pabba og styrktaraðilum mínum fyrir að hjálpa mér ásamt Baldri Vilhelmssyni vini mínum sem rennir sér alltaf með mér.

 

 

Comments are closed.