BENEDIKT FRIÐBJÖRNSSON AÐEINS 10 ÁRA KOMINN Á SAMNING HJÁ STÓRFYRIRTÆKINU DC SHOES

0

unnamed (1)

Benedikt Friðbjörnsson eða Benni Fridbjornsson eins og hann er kallaður í erlendum miðlum, hefur nú skrifað undir tveggja og hálfs árs „semi pro“ samning  við Íþróttavöruframleiðandann DC Shoes. Benni hefur verið í kringum DC liðið síðan hann var sjö ára eða frá því að hann var uppgötvaður sem undrabarn á snjóbretti. Með þessum samning er hann einn sá yngsti í heiminum sem hefur slíkan samning við Íþróttavöruframleiðanda. Nokkrir af bestu snjóbretta mönnum heims eru í þessu liði, og þar má nefna Torstein Horgmo, Norðmanninn sem hefur unnið 3x X-Games og fjölda annarra móta. Travis Rice 2x X-Games meistari og þannig mætti lengi telja.

unnamed

RedBull setti Benna á dögunum á heimasíðu sína og nefndi hann fyrstan af þremur snjóbretta guttum sem munu á næstu árum breyta ásýnd snjóbrettanna í heiminum. RedBull sem er einn stærsti aðilinn á þessum jaðaríþrótta markaði.

 

 

Comments are closed.