BEN FROST SEMUR FYRIR FORTITUDE, NÝ TÓNLEIKARÖÐ Í MENGI OG DRIP VEITAN

0
BenFrost_by_BorkurSigthorsson

Ljósmynd: Börkur Sigthorsson

Bedroom Community hefur tónleikaröð í Mengi, fyrstu tónleikar 14. febrúar með Valgeiri Sigurðssyni og Liam Byrne. Ben Frost semur tónlistina í Fortitude með einvalalið íslenskra flytjenda sér við hlið. Bedroom Community gengur til liðs við tónlistarveituna Drip.


Tónleikaröð í Mengi:

Bedroom Community stendur fyrir nýrri tónleikaröð í rýminu Mengi sem koma mun til með að fara fram annan hvern mánuð.
Fyrstu tónleikar raðarinnar fara fram 14. febrúar og eru það Valgeir Sigurðsson og Liam Byrne sem koma fram, en þeir munu flytja efni af væntanlegri plötu síðar á árinu.
Tónleikarnir kosta 2000 krónur og hefjast klukkan 21.00.
___

Ben Frost – Fortitude:

 
Tónlistarmaðurinn Ben Frost er heilinn bak við tónlist nýju þáttaraðarinnar Fortitude sem að mestu var tekin upp á Reyðarfirði. Þáttaröðin er eftir Simon Donald með þau Christopher Eccleston, Stanley Tucci, Michael Gambon og Sofie Gråbøl í aðalhlutverkum. Tóndæmi má finna hér.
Upptökur voru í höndum Ben Frost og Paul Evans og fóru fram í hljóðverinu Gróðurhúsinu. Um pródúseringu sáu Ben Frost og Paul Corley en Paul Corley sá jafnframt um eftirvinnslu.
Flutningur var í höndum Reykjavík Sinfonia auk Ben Frost, Shahzad Ismaily, Nadia Sirota og Paul Corley.  Reykjavík Sinfonia er stjórnað af Borgari Magnasyni og komu eftirfarandi fram:
Hljóðfæraleikarar:
Una Sveinbjarnardóttir
Gunnhildur Daðadóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Sigurður Gunnarsson
Borgar MagnasonRaddir:
Jóhanna Ósk Valsdóttir
Thelma Hrönn Sigurðardóttir
Ragnheiður Sara Grímsdóttir
Lilja Dögg Gunnarsdóttir
Elfa Margrét Ingvadóttir
Guðmundur Vignir Karlsson
Björn Thorarensen
Örn Arnarson
Benedikt Ingólfsson

Ben hefur í nógu að snúast þessa dagana, en hann stendur enn í ströngu við að fylgja eftir plötunni A U R O R A sem kom út á vegum Bedroom Community og Mute á síðasta ári við feikigóðar undirtektir.
Nýlega var tilkynnt um einstaka tónleika í London þar sem Ben kemur til með að vinna með listamanninum MFO (Marcel Weber). Tónleikarnir fara fram í apríl og mun samstarfið einblína á notkun ljóss.
Að auki kemur Ben fram víðs vegar í Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu á næstu mánuðum. Sjá heildardagskrá að neðan.
BEN FROST :: L I V E
18. febrúar – Powerhouse Rooftop Terrace, Brisbane AUS – WWW.ROOM40.ORG
21. mars – Mute Mexico Punto de Encuentro Festival, Guadalajara, MX
24. mars – Neighborhood Theatre, Charlotte, NC – http://www.neighborhoodtheatre.com/
27. – 29. mars – Big Ears Festival, Knoxville TN – http://bigearsfestival.com
31. mars – 5. apríl – Mission Creek Festival, Iowa City, IA – http://www.missionfreak.com
10. apríl – Spazio Aereo, Venice, IT – http://www.spazioaereo.com/
11. apríl – #C2C15, Milano, IT – http://clubtoclub.it/
12. apríl – Silence Is Sexy Series, Brussels, BEL – http://www.abconcerts.be/en/
15. apríl – Resonate Belgrade New Media Festival, SRB – http://resonate.io
16. apríl – Kino Šiška Centre for Urban Culture, Llubjana, SVN, www.kinosiska.si
17. apríl- Klub Močvara, Zagreb, HRV – http://www.mochvara.hr/
18. apríl – Trafo House of Contemporary Arts, Budapest, HUN – http://www.trafo.hu
20. apríl- Dom Mladih, Sarajevo, BIH – http://www.skenderija.ba/index.php/dommladih
23. apríl – Nova Muzak Series, Istanbul, TUR- http://www.borusanmuzikevi.com/
24. apríl – Donau Festival, Krems, AUT – http://www.donaufestival.at – ásamt MFO
30. apríl – Oval Space, London UK – http://www.ovalspace.co.uk – ásamt MFO
___
 
 

Bedroom Community á Drip:

Bedroom Community er nú á Drip.fm, tónlistarveitu sem gefur aðdáendum kost á að fylgjast náið með listamönnum og skapandi ferli þeirra. Fylgið okkur hér.
Tónleikum Valgeirs Sigurðssonar og Liam Byrne á laugardag verður varpað beint frá Mengi til fylgjenda Bedroom Community á Drip og sama gildir um tóleikaröðina í heild.
Einnig verður hægt að spjalla við listamen útgáfunnar á Google hangout í gegnum Drip og fyrstir í röðinni verða James McVinnie (mars), Nico Muhly (maí) og Valgeir Sigurðsson (júlí).
Fylgjendur fá að auki þrjár rafrænar útgáfur í hverjum mánuði, nýjar og fríar rafrænar útgáfur, veglegan afslátt af plötum og geisladiskum og sjaldgæfan varning frá listamönnum útgáfunnar.

 

 

 

Comments are closed.