BELLSTOP Á BLÚSSANDI SIGLINGU MEÐ NÝJA PLÖTU Í FARTESKINU

0

Fólk rokk hljómsveitin Bellstop hefur sent frá sér glænýja plötu sem ber nafnið Jaded platan inniheldur 11 frumsamin lög.

Þetta er þriðja plata sveitarinnar en áður gáfu þau út plötuna Karma 2013 sem innihélt meðal annars lagið Trouble sem ferðaðist langt út fyrir landsteinana og kom hljómsveitinni víða á kortið. Einnig gáfu þau út plötuna „The Long Road Home í Kína árið 2009 þá undir nafninu Heima en síðar skipti bandið um nafn.

Stofnendur Bellstop eru þau Rúnar Sigurbjörnsson og Elín J Bergljótardóttir en bandið var stofnað í Xiamen í Kína árið 2006 þar sem þau bjuggu þar á þeim tíma. Bellstop koma oft fram tvö með kassagítarinn eða þá með bandinu en Bellstop bandið ásamt Rúnari og Elínu skipa þeir Eysteinn Eysteinsson Trommari ,Andri Þór Ólafsson Bassaleikari og Steinþór Guðjónsson Gítarleikari þessir menn eru allir í þungaviktarflokknum hvað varðar spilamennsku á Íslandi.

Nýja platan var tekin upp og unnin í UN studios hjá hinum breska upptökustjóra Leigh Lawson. Plötuna er hægt að nálgast í flestum vefverslunum og á heimasíðu sveitarinnar. Einnig er hægt að hlusta á hana á tónlistarveitunum Spotify og Tidal og svo að sjálfsögðu er hægt að kaupa hana í Lucky Records.

Bellstop verður með útgáfuhóf á morgun kl 16:00 Laugardaginn 11. Mars í Lucky Records Rauðarárstíg þar verður hlustað á plötuna og tekur bandið einnig nokkur lög af henni og að sjálfsögðu verður hún líka til sölu. Allir eru velkomnir að mæta og fagna þessum tímamótum með Bellstop.

http://bellstop.is

Skrifaðu ummæli