BEDROOM COMMUNITY, SANTIGOLD, MABEL OG MARGRET GLASPY BÆTAST VIÐ DAGSKRÁ ICELAND AIRWAVES 2016

0

air 2

Iceland Airwaves tilkynnti í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í nóvember. Útgáfufyrirtækið Bedroom Community mun í tilefni 10 ára starfsafmælis blása til stórtónleika í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands.

bedroom community 2

Bedroom Cmmunity

Stofnendur útgáfunnar þeir Ben Frost, Nico Muhly og Valgeir Sigurðsson munu koma fram á tónleikunum ásamt Daníel Bjarnasyni, Nadia Sirota, Jodie Landau, Sam Amidon, Paul Corley, Puzzle Muteson, Crash Ensemble, James McVinnie og Emilie Hall.

Einnig bættust við í dag hinar frábæru listakonur Santigold (US), Mabel (UK) og Margaret Glaspy (US).

Miðasala er á tix.is.

http://icelandairwaves.is/

Comments are closed.