BEDROOM COMMUNITY GEFUR ÚT “JODIE LANDAU“

0

bedroom
Það er ekki á hverjum degi sem Bedroom Community bætir við sig listamönnum, en í ár gefur útgáfan út tvær plötur nýrra listamanna.
Eftir að hafa gefið út frumraun Emily Hall – Folie à Deux – í júlí, gefur Bedroom Community nú út frumraun hins 23 árs gamla Jodie Landau ásamt nýstárlegu tónlistarsamsteypunni wild Up.
Platan ber nafnið You Of All Things og kom út síðastliðinn föstudag, 2. október.

Platan var valin sem plata vikunnar hjá Q2 og má því streyma henni frítt í viku. Hlustið hér.

„you of all things is radiantly lovely in every detail […] a truly luxurious maiden voyage, to an extraordinary destination.“ -Q2

Hægt er að kaupa plötuna beint af útgáfunni í gegnum bandcamp.

Jodie Landau er tónskáld, söngvari og slagverksleikari. Tónlist hans tvinnar saman ólíkum stefnum svo sem kammer, rokki og djass fyrir tónleika, kvikmyndir, leikhús- og dansverk. Þegar hann kemur fram einsamall singur hann ásamt því að spila á víbrafón og marimbu.

bedroom 3

wild Up er djörf kammersveit frá Los Angeles sem stefnir að því að skapa umhugsunarverð verk. Tónlistarfólk wild Up trúir því að tónleikastaðir séu til þess gerðir að útbúa áskoranir, vekja spennu og sameina hlustendur.
Um plötuna:
you of all things er fögur plata sem nýtir breitt og einstakt raddsvið Jodie Landau til fullnustu. Jodie er aðal tónskáld plötunnar, en önnur tónskáld hennar eru Ellen ReidMarc Lowenstein og Andrew Tholl  sem öll búa yfir einstökum stíl. Hljóðblöndun og -jöfnun voru í höndum Valgeirs Sigurðssonar sem ljáir plötunni sinn auðþekkjanlega og sérstaka Bedroom Community blæ.

bedroom 2

Tónleikar á döfinni:

9 Október:  8pm –  wild Up + Colburn | like a great starving beast…@ Zipper Concert Hall at the Colburn School, Los Angeles, CA

16 Október:  9pm – Jodie Landau / wild Up – you of all things – Album Release ConcertPresented by Live Arts Exchange@ The Bootleg Bra Factory, Los Angeles, CA

20 Október:  8pm – wild Up NY debut | WEST.@ Roulette, Brooklyn, NY

Comments are closed.