BÁRUJÁRN OG SINDRI ELDON AND THE WAYS Á BAR 11 Í KVÖLD 24. JÚLÍ

0

Bárujárn (2)

Hljómsveitin Bárujárn kemur fram ásamt Sindra Eldon and the Ways á Bar 11 föstudagskvöldið 24 júlí. Þetta eru fyrstu tónleikar sem Bárujárn heldur í rúm tvö ár en sveitin tók sér langt og gott hlé eftir útkomu breiðskífu sinnar sumarið 2013.

Tónlist Bárujárns er best lýst sem brimbrettarokki (e. surf rock) og þykja tónleikar sveitarinnar afar kraftmiklir og dansvænir. Sveitin er sú eina á landinu sem skartar almennilegum þeramínleikara. Undanfarið hefur sveitin einbeitt sér að lagasmíðum og smáglæpum og stefnir á útgáfu nýrrar plötu síðar á þessu ári. Því geta tónleikagestir búist við glænýjum lögum í bland við eldra efni.

Sindri Eldon gaf út sína fyrstu breiðskífu, Bitter and Resentful, fyrir skemstu og fagnar nú tvöfaldri vínylútgáfu plötunnar með tangóútsetningum af sínum helstu slögurum. Verða plötur beggja sveita til sölu á tónleikunum fyrir nokkur bjórígildi.

Sindri Eldon and the Ways stíga á svið um kl. 22:30 og því næst telur Bárujárn í. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir nema börn og horgemlingar.

LINKAR:

https://www.facebook.com/events/395461473977455/

https://www.facebook.com/barujarn

http://barujarn.bandcamp.com/

Comments are closed.