BARNADAGSRKÁ, MEÐ ANNARRA AUGUM, NO GHOST OG INTO THE INFERNO

0

Reykjavík International Film Festival (RIFF) er á fullri ferð þessa dagana en Undanfarin ár hafa nemendur úr Borgarholtsskóla og Fjölbrautaskólanum við Ármúla unnið myndbönd samhliða hátíðinni. Í ár mun Albumm.is birta afrakstur vinnu þeirra.

Barnadagskráin er mikilvægur hluti af RIFF en með henni reynir hátíðin að kynna yngstu áhorfendurnar fyrir kvikmyndamenningunni með sýningum á myndum víðsvegar að úr heiminum. Á barnadagskrá RIFF má sjá kvikmyndir fyrir börn og ungmenni á aldrinum 2-16 ára.

Í ár fer Barnakvikmyndahátíðin fram í Norræna húsinu frá 30. september til 6. október. Allar myndir fyrir 2-12 ára eru sýndar á upprunalegu tungumáli en leikararnir Vanessa Andrea Terrazas, Natan Jónsson og Þórunn Guðlaugsdóttir sjá um lifandi talsetningu á staðnum.

Stuttmyndir úr flokknum Með annarra augum á RIFF voru sýndar við mikinn fögnuð viðstaddra í Háskólabíó. Myndirnar þessum flokki eiga það sameininlegat að vera gerðar eftir erlenda leikstjóra en gerast a.m.k. að hluta til á Íslandi eða fjalla um íslenskan veruleika.

Ár hvert sýnir RIFF fjöldan allan af nýjum íslenskum stuttmyndum.  Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal við unga leikkonu Lísbet Freyja sem leikur í myndinni No Ghost sem sýnd var í stuttmyndapakka RIFF nr.2

Einn af áhrifamestu leikstjórum okkar tíma, Werner Herzog var viðstaddur Q&A á RIFF í Háskólabíó á föstudag til að ræða mynd sína Into the Inferno. Heimildamyndin sem fjallar um blaðamanninn og samviskufangann Grigory Pasko og rannsóknir hans á Nord Stream, gaslínu verkefni í Eystrarsaltinu hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Bergur Ebbi stýrði umræðunum fyrir fullu húsi.

Riff.is

Skrifaðu ummæli