BARÐI JÓHANNSON SYNGUR INN Á STIKLU FYRIR FOX OG WARNER

0

Í vikunni komu út tvær stiklur sem innihalda ábreiðu af laginu, „Zombie“ eftir hljómsveitina Cranberries. Annars vegar er um að ræða trailer fyrir nýja X-Files þáttaröð sem FOX mun sýna. Hins vegar er trailer sem er nú í mikilli keyrslu í amerísku sjónvarpi fyrir tölvuleik sem er framleiddur af Warner Bros og ber nafnið Middle Earth: Shadow of War. Leikurinn kom út í vikunni og er að fá einstaka dóma.

Lagið er sungið af Barða Jóhannssyni úr hljómsveitinni Bang Gang & Starwalker. Útsetning er í höndum Oumi Kapila sem er gítarleikari amerísku rokkhljómsveitarinnar Filter. Oumi hefur einnig spilað með og hljóðblandað industrial rock hljómsveitina Combichrist auk þess að semja tónlist fyrir stiklu Star Wars: Rouge One og ólympíuleikana í RÍÓ.

Hér fyrir neðan má sjá stikluna úr tölvuleiknum Middle Earth : Shadow of War:

Hér fyrir neðan má sjá X-Files stikluna:

Hér fyrir neðan má hlýða á lagið í heild sinni:

Skrifaðu ummæli