BARÐI Í BANG GANG

0

Bang Gang New Xi Sinsong

Barði er maðurinn á bakvið Bang Gang, Lady & Bird og Starwalker svo fátt sé nefnt. Barði kom í spjall og sagði okkur frá fortíðinni, framtíðinni og allt þar á milli.


Hvernig kom það til að þú fórst að vinna með JB úr Air?

Ég var fengin til að hita upp fyrir þá á tveimur tónleikum, þá bara hitti ég þá stuttlega, svo eigum við sameiginlega vinkonu úti sem er ljósmyndari. Tveimur árum eftir það var hún alltaf að tala um að ég þyrfti að hitta JB og að við mundum örugglega fíla hvorn annan, en hann mundi svo eftir mér þegar við vorum að spila saman. Hún sendi e-mail á okkur „hey strákar viljið þið ekki taka kaffi og tala saman, ég held það væri gaman“ og við bara „jú jú.“ Við hittumst svo í kaffi og ákvöðum að gera lag saman. svo gerðist eitthvað skemmtilegt þannig við ákvöðum að gera annað lag, okkur fannst það skemmtilegt þá, en enduðum að nota það ekki. svo ákvöðum við að prófa aftur, aftur og aftur og á endanum vorum við komnir með tólf til þrettán lög og svo með heila plötu. Við ákvöðum að klára plötu síðasta sumar og við þurftum að skipuleggja okkur langt fram í tímann, hvenær við hittumst og svona. Við settum upp plan, en svo tefst þetta alltaf eitthvað smá.

Eru þið búnir að vera að túra?

Við erum búnir að spila eina tónleika en ætlum ekki að spila fyrr en í Nóvember. Við gáfum út Ep plötu og okkur langaði að prófa að spila „live.“ Við fengum alveg „ofur crew“ með okkur og okkur fannst það mjög gaman, þannig við ætlum að gera það aftur, þurfum bara að finna rétta tímann. Við viljum búa til meira en eina Ep plötu áður en við förum að túra eða spila fleiri „gigg.“ Það er komin út Ep plata en síðan kemur stóra platan út í Apríl, en þó svo að við erum að klára hana núna þá ætlum við að bíða fram í Apríl. Ástæðan er sú að við viljum taka tíma í að klára hluti og ekki gera þá á síðustu stundu. Svo ætlum við að gefa út á milli Desember og Janúar Darkel plötu sem er sóló verkefnið hanns JB úr Air og ég ætla að gefa út Bang Gang plötu. Þannig við ákvöðum að taka „single“ síðan sóló og síðan Starwalker.

Ertu með aðstöðu á íslandi og hvað ertu helst að nota?

Starwalker platan er eiginlega allt analog, við tókum upp megnið af dótinu úti í stúdíóinu hjá Air, ég kannski tók nokkur „overdub“ heima á íslandi. Þar er allt „vintege“ dót sem þú getur hugsað þér í topp standi, það var ótrúlega gaman og ég er búin að læra ótrúlega mikið.

Hvenær byrjaði Bang Gang?

Ég og Henrik ( Singapore Sling) byrjuðum árið 1996 og svo árið 1998 þá var ég eitthvað að dúlla mér einn og fékk Ester Talíu Casey til að syngja og ég spurði Henrik hvort það væri ekki í lagi ef ég fengi að nota nafnið Bang Gang, ég fann ekkert betra. Fyrsta platan með Ester kom út árið 1998, þá var maður bara með eitt hljómborð 1000 k eitthvað 1 megabite og gítar með ónýtum magnara.

Hvað hafa komið út margar Bang Gang plötur?

Það hafa komið út þrjár plötur. Fyrsta kom út 1998. Ég gerði svo aðra plötu en hún var mjög lík fyrstu og fannst það ekki nógu gott þannig ég byrjaði aftur á henni og hún kom svo út árið 2003. Fyrsta platan var voða mikið ég einn, en á annari plötunni var ég meira „acoustic“, „kanski ekki beint acoustic“ en það var kassagítar á henni og meiri hljóðfæraleikur þó hún væri „prógrömmuð líka.“ Þriðja platan kom út árið 2008, allar plöturnar hafa komið út á fimm ára fresti nema núna, núna er maður búin að brjóta hringinn það er 2014 þannig það eru komin sex ár, en svo hef ég verið að gera allskonar inn á milli.

Hvernig kom Lady & Bird til?

Það var það sama og með JB. Sameiginleg vinkona okkar Karen Ann Zeidel sagði okkur að hittast og hún stefndi okkur á einhvern bar. Ég var mjög upptekinn og Karen var mjög upptekin en við hittumst og  skiptumst á diskum og síðan bara bæ. Við höfðum svo samband í e- meili og við ákváðum að gera eitt lag, svo gerðum við annað og svo annað og svo plötu. Við gerðum eina plötu saman en svo var ég með lag á hennar plötu og hún á minni plötu. Svo gerðum við óperu sem var sýnd í Frakklandi og svo gerðum við tónleikaplötu hérna heima með sinfóníu hljómsveit Íslands. Við héldum tónleika í Háskólabíó en við spiluðum einnig í Frakklandi. það var rosa gaman!

Þú hefur gert tónlist í kvikmyndum,stuttmyndum og heimildarmyndum bæði hér heima og erlendis.

Já ég held ég gerði fyrir allar seríurnar af Pressunni og Rétti og svo útsetti ég stefið fyrir fóstbræður, Silfur Egils, og innlit útlit. Ég átti músík í mynd sem var í topp 10 í Frakklandi í þrjár vikur. Það fóru sexhundruð þúsund manns að sjá hana, það er tvöfalt ísland og mest sótta mynd íslands er um sjötíuþúsund manns.

BG 15244 Xi Sinsong hq

En af hverju hefurðu verið svona mikið í Frakklandi?

Það var ónefndur plötuútgefandi sem sagði við mig, „heldur þú að þú getur bara farið til útlanda, labbað inn á skrifstofur og fengið plötusamning“ hann sagði þetta í hæðni við mig sko. Ég er yfirleitt þannig að ef einhver segir við mig að ég get ekki eitthvað þá hefur það frekar hvetjandi áhrif á mig. Þannig ég fór út og labbaði á milli plötuútgefanda og ég fékk svo tilboð frá Bretlandi og Frakklandi og þetta voru fyrirtæki í eigu hjá sömu aðilum en franska fyrirtækið bauð bara betur. Ég var allt í einu orðin fastur í Frakklandi í einhvern vissan tíma, þá fór ég að kynnast fólki þar. Mute Records gaf út klassísku Lady and Bird plötuna í Bretlandi.

Hver finnst þér vera munurinn á því að gera eigin tónlist og vera að gera tónlist fyrir aðra?

Þegar ég er að gera mitt eigið þá ræð ég, en þegar ég er að gera tónlist fyrir t.d. sjónvarp eða bíómyndir þá ræð ég ekki. Þar getur einhver sagt mér og hefur rétt til að segja mér hvernig hlutirnir eiga að vera. Mér finnst það allt í lagi því ég hef það líka að geta gert það sem mér sýnist.

Who is Barði Heimildarmynd.

Sko málið var það að ég átti að gera svona epk „electronic press kit“  þetta átti að vera svona kynning á upptökum á plötunni og ég hugsaði að það mundi vera gríðarlega leiðinlegt að horfa á enn eitt bandið að tala um hvað maður er ógeðslega flottur, flinkur og hvað maður gerði. það væri ekki hægt að leggja það á mig og hvað þá að leggja það á fólk að horfa á. Þannig mér langaði að gera eitthvað meira hressandi, fékk Ragga Braga leikstjóra með mér til að gera eitthvað gott grín. Svo endaði þetta á nokkuð mörgum kvikmyndahátíðum … þetta var bara gott grín.

Ég heyrði að þú hefur hannað föt, er eitthvað til í því?

Já ég lærði fatahönnun og kláraði handíðarbraut í Fjölbraut í Breiðholti og lærði svona grunninn þar. Ég var beðinn um að taka þátt í samsýningu á Ítalíu. Fólk þurfti að hanna styttu af sjálfum sér og hanna svo föt á styttuna. Ég gerði þetta en hef ekkert gert eitthvað mikið, en þetta er alltaf í mér, ég hef alveg saumað ef einhverjum vantar einhver föt í t.d. vídeó. Gaman að segja frá því, en Styttan er til í kassa á hönnunarsafni íslands, ég hugsa að það væri full langt gengið að hafa hana heima hjá mér.

Ertu orðinn þreyttur á að ferðast?

Já fyrir löngu, ég þoli það ekki, ég fæ kvíða ef ég þarf að fara að fljúga eitthvert. Upplifun flestra er að það er að fara að fljúga til að gera eitthvað skemmtilegt, ég er alveg að fara út og gera skemmtilegt, en ég er að fara að vera í tólf til sextán tíma á dag í hljóðeinangruðu rími og síðan er komin nótt þegar ég fer úr stúdíóinu og fer svo aftur inn strax um morguninn, þannig ég hefði í rauninni getað verið hvar sem er.

Hvaðan kemur nafnið Starwalker?

Þegar við vorum að gera fyrsta vídeóið okkar þá vissum við ekki hvað bandið okkar átti að heita, Við skutum vídeóið fyrir norðan og það var eins og við værum að labba á tunglinu, en á þeim tíma vorum við að henda á milli okkar nöfnum við ætluðum að kalla okkur BJJB hann heitir JB og ég heiti BJ, en okkur fannst Starwalker lýsa bandinu best.

Hvað er framundan?

Það er Bang Gang plata og svo Starwalker platan sem er eiginlega búin. Ég er að vinna að klassískri ambient plötu en ég mun kynna það betur síðar, þar er ég alveg einn.

 

Comments are closed.