Bara Heiða sest að sumbli í Eyjum

0

Tónlistarkonan Bara Heiða var að senda frá sér myndband við lagið „Setjumst að sumbli.” Það vill svo skemmtilega til að textinn í laginu kallast á við textann í þjóðhátíðarlagi þeirra Jónssona (Frikka Dór og Jón Jónsson) en Heiða er Jónsdóttir, kannski týnd systir þeirra bræðra?

Heiða og æskuvinur hennar Gary Donald tóku upp myndbandið á Þjóðhátíð fyrir tveimur árum. Myndbandið lýsir þjóðhátíðarstemningunni á frábæran hátt og er þetta bæði konfekt fyrir eyru og augu!

Skrifaðu ummæli