BARA HEIÐA SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND SEM NEFNIST „STORMTROOPER“

0

bara trooper

Tónlistarkonan Heiða Dóra Jónsdóttir eða Bara Heiða eins hún kallar sig er mörgum góðkunnug en hún var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Stormtrooper.“

12810157_1111602735538991_1927059414_o

Bara Heiða og Stormtrooper.

Lagið fjallar um  konu sem verður ástfangin af Stormtrooper sem strandaði á plánetunni hennar en þarf síðan að fara í orrustu. Stormtrooperinn veit ekki að konan er ófrísk en hún verður ein eftir með barnið.

trooper3

Myndbandið er einkar skemmtilegt og oft á tíðum nokkuð spaugilegt, en þar má sjá Stormtrooper sem strandar á Íslandi og reynir að aðlagast lífinu hér. Fyrst gengur það brösuglega en síðan kynnist hann indælli nördastúlku og þá fara hlutirnir að horfa upp á við.

trooper 2

Lag og texti er eftir Bara Heiðu en hún spilar einnig á Úkelele í laginu, Fiðla – Martin Frewer, Trommur – Jón Geir Jóhannsson, Gítar, synthar, slagverk, bakraddir og bassi – Arnar Guðjónsson. Útsetning og mix – Arnar Guðjónsson /Aeronaut Studios, Mastering – Finnur Hákonarson

Myndbandið er unnið af Spunk Team Productions.

Comments are closed.