BARA HEIÐA OG SAGAN Á BAKVIÐ LAGIÐ „STORMTROOPER“

0

bara trooper

Heiða Dóra Jónsdótttir eða Bara Heiða eins og hún kallar sig er tónlistarkona sem er á flottri uppleið. Heiða hefur komið víða við, samið lög síðan hún var unglingur og spilað á þónokkrum tónleikum í gegnum tíðina. Heiða sendi frá sér fyrir stuttu lagið „I Got Your Back“ sem náði hæst í 7. Sæti vinsældarlista rásar 2 og var spilað í planet Money podcast í bandaríkjunum. Heiða er búin að hljóðrita fjögur af lögunum sínum en er með fullt af öðrum lögum sem hún stefnir á að hljóðrita í nánustu framtíð. Lagið „Stormtrooper“ er nýtt frá Heiðu og er lag og texti eftir hana sjálfa. Einnig er komið út myndband við lagið sem er eftir bróðir hennar Daníel Jón og vin hanns Hauk en þeir kalla sig Spunk Team Production. Myndbandið er mjög skemmtilegt og oft á tíðum mjög spaugilegt . Heiða segir okkur söguna á bakvið lagið Stormtrooper.


„Ég var á Akureyri síðasta sumar. Það kom yfir mig einhver melónkólía og ég nennti ekki að fara frammúr. Þá fór ég að raula forviðlagið (Stoooorm, storm, storm, stormtrooper). Erindin urðu til í kringum það, án þess að ég væri með eitthvað hljóðfæri (sem er óvanalegt fyrir mig).  Fyrst að textinn kom svona út (var um Stormtrooper), þá vildi ég ekki breyta honum eftir á, þannig að ég neyddist til að semja í kringum það. Viðlagið sjálft (As the wind…) kom ekki fyrr en nokkrum vikum/mánuðum seinna þegar ég gaf mér loksins tíma til að pikka upp hljómana á ukulele og festa niður erindaskipan og byggingu lagsins.

12810157_1111602735538991_1927059414_o

Textinn fjallar um Stormtrooper sem er fjarrænn draumóramaður og konu sem verður ástfangin af honum, en er sjálf mjög jarðbundin. Þá fjallar textinn um þessar andstæður, jörð og loft og hversvegna slíkir aðilar eiga samleið um hríð en svo skilja leiðir. Storm kemur einmitt fyrir í heiti hermannsins, og þaðan kemur hugmyndin að tenginguni hans við loft (stormur). Þá var lagið bara söngur og ukulele. Síðar spilaði vinkona mín Guðný undir fiðlupart sem mér fannst svo fallegur að hann rataði inn í loka útsetninguna, en þann part spilar Martin Frewer. Jón Geir kom síðan og spilaði inn trommur. Um útsetninguna og önnur hljóðfæri sá Arnar Guðjónsson um og á hann því stærstan heiður af því hvernig lagið hljómar í dag. Bróðir minn Daníel Jón og Haukur vinur hans fengu hugmyndina að myndbandinu. En hún var svo góð að það var ekki annað hægt en að drífa í þessu.„

Comments are closed.