BARA HEIÐA OG DANIMAL SAFNA FYRIR VÍNYLPLÖTU Á KAROLINA FUND

0

heiða 5

Systkinin Bara Heiða og Danimal eru að fara að framleiða vínylplötu, með sitthvorri EP plötunni á hvorri hliðinni. Söfnun stendur nú yfir á Karolina Fund þar sem fólki er boðið að kaupa plötuna fyrirfram. Vínylplatan mun heita Brother (hlið Bara Heiðu) og Sister (hlið Danimal)

Brother lagalisti (Bara Heiða)

I Got Your Back, Þáþrá, Þynnkublús, Stormtrooper og Amsterdam

Sister lagalisti (Danimal)

Twice As Hollow, From Bruges, Rosemary og Such a shame

10% af öllum ágóða plötunnar mun fara í rannsóknarsjóð barna með CFC heilkennið sem Breki litli bróðir þeirra er með.

heiða 2

Móðir Heiðu og Danimal, Anna Kristín, sem er erfðafræðingur, bjó til rannsóknarsjóð sem hefur það að leiðarljósi að finna lækningu á þessum sjúkdómi. 10% af allri plötusölu mun fara til styrkar þessum rannsóknarsjóði. Hlutverk sjóðsins er að safna fé til rannsókna á Cardio-Facio-Cutaneous (CFC) heilkenninu í þeim tilgangi að finna lækningu. Breki (12 ára) og Eydís Dilja (3 ára) eru einu íslendingarnir sem hafa greinst með þennan erfðasjúkdóm.

heiða1

CFC heilkennið er eitt af sjaldgæfustu heilkennum í heiminum, en aðeins um 300 einstaklingar eru með staðfest CFC heilkenni. Heilkennið veldur ákveðnum útlitseinkennum og alhliða þroskahömlunum, td. eru þau með stórt höfuð, áberandi enni, krullað hár, hnökrahúð, seinkun í hreyfi-vitsmuna- og málþroska ásamt ýmsum hjartagöllum og lítilli vöðvaspennu. Þau þurfa mikla umönnun, sérkennslu og þjálfun. Með rannsóknum og þróun á lyfi er hægt að lækna sjúkdóminn.

heiða 4

Heiða (Bara Heiða) er búin að taka upp fjögur lög og hefur hún sent þrjú þeirra til spilunar í útvarpi. Þau lög hafa fengið ágæta útvarpsspilun og hafa náð í topp tíu lista Rásar 2. Lögin hafa einnig fengið spilun í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Færeyjum.

Bandcamp

Spotify

Sound Cloud

Gert var myndband við lagið „Stormtrooper“ sem hefur fengið meira en 100.000 áhorf á YouTube. Myndbandinu hefur verið gerð skil á vefsíðum í Ítalíu, Spáni og Póllandi svo fátt eitt sé nefnt.

Daníel (Daminal) byrjaði ungur að koma fram en hann var 16 ára þegar hann spilaði á sínum fyrstu tónleikum á Melodica Festival í Reykjavík. Síðan þá hefur hann ferðast um heiminn með tónlist sína.

heiða 3

Síðan árið 2012 hefur Daníel verið að einbeita sér að hljómsveitinni Hide Your Kids þar sem hann syngur. Sú hljómsveit gaf nýlega út fyrstu EP plötuna sína, Lovestories.

Á þessu ári byrjaði Daníel aftur að koma fram undir nafninu Danimal og vinnur nú að sinni fyrstu EP plötu.

Tónlistinni má lýsa sem einlægri og melódískri kassagítartónlist sem mun annað hvort gera þig mjög leiða/n eða mjög glaða/n.

Comments are closed.