BARA EITT SKIPTI ENN, VIÐ ERUM ÖLL HÁÐ EINHVERJU

0

 

Bara einn súkkulaðimola í viðbót. Aðeins eina flösku. Síðasta rettan. Loka smókur. Ein lína eftir. Hinsti kossinn. Bara eitt skipti enn. Við erum öll háð einhverju. Mat, kaffi, tóbaki, áfengi, snyrtivörum, tónlist, kvikmyndum, tölvuleikjum eða annars konar fíkniefnum. Allir þekkja þessa setningu. Eitt skipti enn. Margir standa ekki við það. Ert þú einn af þeim?

Eitt Skipti Enn er fyrsta verk sem tónlistarmaðurinn Lúðvík sendir frá sér. Lagið er í grunninn elektróníst með smá dash af rokk og róli og tilfinningu sem eykst með tímanum. Það má segja að lagið sé milli sælu og sársauka. Gunnar Ingi, betur þekktur fyrir tónlist sína í Major Pink, sá um upptökur og hljóðblöndun og master var unninn af Axeli Árnasyni. Þetta er fyrsti tónlistarmaðurinn af þremur valinn af Gunnar Inga úr hópi fólks sem sóttist eftir samstarfi með honum.

Skrifaðu ummæli