BANJÓ-LEIKARINN MORGAN O´KANE HELDUR TÓNLEIKA Á KEX HOSTEL 11. ÁGÚST

0

Morgan

Morgan O‘Kane er sérstæður banjó-spilari og einstakur listamaður sem ferðast hefur um allan heim með banjóið sitt í farteskinu.  Morgan er frá Virginia-fylki í Bandaríkjunum en hann hefur haldið til í Brooklyn í New York undanfarin ár þegar hann er ekki á tónleikaferðum.

Morgan fer ekki troðnar slóðir á ferðalögum sínum og í byrjun ferils síns ferðaðist hann með því að hoppa um borð í flutningalestir eins og tíðkaðist í Borgarastríðinu og á tímum Heimskreppunnar í Bandaríkjunum.  Morgan er mikill hugsjónamaður syngur og semur gjarnan um lífið í kringum hann.

morgan 2

Morgan hefur gefið fjölda platna, hann hefur spilað á stórum og smáum tónleikastöðum og vílar ekki fyrir sér að troða upp á götum úti eða í neðrajarðarlestakerfum heimsins.  Nú nýverið voru teknir til sýninga sjónvarpsþátturinn Outsiders og er lag Morgans „Taker‘s Creed“ upphafslag þáttanna.  Þættirnir eru til sýninga á Stöð 2 og fjalla um jaðarhóp sem lifir samkvæmt eigin reglum í Appalachia-fjöllunum.

Tónleikarnir eru 11. ágúst á Kex Hostel og hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og er frítt inn.

Fólk er kvatt til að mæta stundvíslega.

http://morganokanemusic.com/

Comments are closed.