BANG GANG SENDIR FRÁ SÉR NÝTT OG SVÆSIÐ MYNDBAND

0

bang

Hljómsveitin Bang Gang  var að senda frá sér brakandi ferskt myndband við lagið „We Will Never Get Along.“ Lagið er tekið af plötunni stórgóðu The Wolves Are Whispering sem kom út árið 2015. Flestir kannast við snillinginn Barða Jóhannsson en hann er aðal sprauta sveitarinnar.

bardi

Myndbandið er leikstýrt af þeim Nicolás Caballero og Luis Vanegas. Félagarnir koma frá Kólumbíu en þeir gerðu einnig myndböndin við lögin „Out of Horizon“ og „A Letter Carved in Stone“ með Bang Gang.

„Það er mikill heiður fyrir okkur að vinna aftur með Barða og Bang Gang, það er alltaf stórskemmtilegt að vinna með honum og það frelsi sem hann gefur okkur. Barði kom með hugmyndina en við útfærðum hana og erum við afar ánægðir með útkomuna“ – Luis Vanegas

Hér er á ferðinni stórglæsilegt myndband enda ekki við öðru að búast frá Bang Gang!

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið en það getur farið fyrir brjóstið á sumum. Það þarf að smella á bláa hnappinn til að horfa á myndbandið.

http://banggang.net/

Skrifaðu ummæli