BANG GANG MEÐ NÝTT LAG OG MYNDBAND “SILENT BITE“

0

bang gang

Barði Jóhannsson er maðurinn með margar grímur en í þetta sinn er það Bang Gang sem tekur völdin.

Bang Gang voru að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist “Silent Bite“ og er hreint út sagt frábært! Það má lýsa Silent Bite sem indie skotnu popp lagi með dark yfirbragði.

bang gang 1

Barði er ekki einsamall í þessu lagi en það er engin önnur en Helen Marnie sem syngur í Silent Bite en hana þekkja flestir úr hljómsveitinni Ladytron.

Liverpool sveitin Ladytron hefur verið afar vinsæl útum allan heim seinustu árin og því ekki amalegt að fá þessa skutlu með sér í lið.

Margir erlendir miðlar hafa verið að fjalla um lagið og hefur það vægast sagt fengið frábærar viðtökur allstaðar, t.d. valdi Spin Magazine Silent Bite lag vikunnar og Indieshuffle höfðu þetta að segja um lagið:  „Bone chilling, whimsical shoegaze.“

 

Comments are closed.