BANDARÍSKUR RAPPARI Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU

0

Bandaríski rapparinn og íslandsvinurinn KidDEAD var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Snow In Florida.“ Lagið fjallar um lífið hans og erfiðleikana sem hann hefur þurft að glíma við og bjartari framtíð!

KidDEAD kom fram í síðust Iceland Airwaves hátíðinni en hann er mikill vinur íslensku hljómsveitarinnar Shades Of Reykjavík.

„Snow In Florida“ er tekið af væntanlegri plötu KidDEAD, Cut the Kite String sem kemur út í enda apríl næstkomandi. Myndbandið er einkar skemmtilegt en það er allt tekið upp á íslandi og að hans sögn hlakkar honum mikið til að koma til íslands í sumar og spila á tónlistarhátíðinni Secret Solstice.

Skrifaðu ummæli