BANDARÍSKI VÍBRAFÓNLEIKARINN TED PILTZECKER Á CAFÉ ROSENBERG

0

Ted

Bandaríski víbrafónleikarinn Ted Piltzecker heldur tónleika á Cafe Rosenberg á morgun þriðjudaginn 6. september nk.. Ted á að baki gifturíkan feril sem víbrafónleikari, tónskáld og kennari. Hann var um árabil tónlistastjóri jazzhátíðarinnar í Aspen og hefur leitt eigin sveitir auk þess að leika með öðrum m.a. George Shearing, Jimmy Heath, Slide Hampton, Clark Terry, Rufus Reid, Lewis Nash.

Með Ted leika á þessum  tónleikum, saxófónleikarinn Ólafur Jónsson, Guðmundur Pétursson leikur á gítar, bassaleikarinn Gunnar Hrafnsson og Scott McLemore leikur á trommur.

Tónleikarnir á Café Rosenberg hefjast kl. 21.00 og standa til kl. 23.00. Miðaverð kr. 2000 (enginn posi á svæðinu)

http://tedvibes.com/

 

Comments are closed.