BANDARÍSKI TÓNLISTARMAÐURINN RAMONA FALLS SPILAR Á KEX HOSTEL

0

24 Ramona Falls

Tónlistarmaðurinn Brent Knopf spilar auðmjúka tónleika í Gym & Tonic á KEX Hostel laugardaginn 23. júlí klukkan 21:00. Brent Knopf kemur fram undir nafninu Ramona Falls og hefur hann gefið tvær breiðskífur undir því nafni.

Brent Knopf var áður í Menomena sem hann stofnaði árið 2000 og er sömuleiðis helmingur tvíeykisins El Vy ásamt Matt Berninger úr The National. Brent er í stuttu stoppi hér á landi og langaði hann að taka stutta ókeypis tónleika hér á Íslandi.

Brent var að ljúka við sína þriðju breiðskífu sem kemur út á næstu mánuðum hjá útgáfufélaginu Barsuk í Bandaríkjunum. Barsuk hefur gefið út breiðskífur Death Cab For Cutie, Phantogram, Nada Surf o.fl. mæts tónlistarfólks.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og fyrstir koma fyrstir fá.

http://ramonafalls.com/

http://www.barsuk.com/w3.cgi?vwy=artists/ramonafalls

http://pitchfork.com/reviews/albums/13418-intuit/

http://pitchfork.com/reviews/albums/16610-prophet/

http://www.avclub.com/review/ramona-falls-emintuitem-31701

Comments are closed.