BANDARÍSKA TÓNLISTARKONAN JULIEN BAKER KEMUR FRAM Á KEX HOSTEL 20. JÚNÍ

0

julien 3

Hin unga og mjög svo upprennandi tónlistarkona Julien Baker heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi næstkomandi mánudagskvöld og verða þeir á KEX Hostel.  Julien er rúmlega tvítug tónlistarkona frá Memphis í Tennesee í Bandaríkjunum og hefur hún vakið töluverða athygli beggja vegna Atlantshafsins og einkum fyrir sína hjartnæmu breiðskífu Sprained Ankle sem hún gaf út í fyrra.

julien 2

Julien er búin að vera á tónleikaferð til þess að fylgja á eftir breiðskífu sinni og kom meðal annars fram á tónlistarhátíðunum Primavera Sound í Barcelona og á Best Kept Secret í Hollandi. Julien hefur verið að troða upp með ekki ómerkari tónlistarfólki en Beck, Jamie XX, Norah Jones, Ásgeiri, Air, Father John Misty, Glen Hansard o.fl.

Tónleikar Julien verða í Gym og Tonic salnum á KEX Hostel og um upphitun sér Indriði Arnar Ingólfsson úr hljómsveitinni MUCK.

Aðgangseyrir er 1500 krónur og verður selt inn við hurð.

https://julienbaker.bandcamp.com/

Comments are closed.