BANDARÍSK ÚTVARPSSTÖÐ HELDUR TÓNLEIKA Á ÍSLANDI Í SAMSTARFI VIÐ TÍMARITIÐ MYRKFÆLNI

0

Bandaríska útvarpsstöðin KFJC 89.7 FM er þekkt fyrir að veita hlustendum sínum aðgang að tónlist víðsvegar að, sem ekki er spiluð annars staðar í útvarpinu í Kaliforníu. Árlega úrvarpa þau bæði hljóð- og myndefni frá tónleikum og hátíðum um allan heim, en áður hafa þau tekið upp í Hollandi, Ítalíu og Japan.

Í ár halda þau tónleika á Íslandi í samstarfi við MYRKFÆLNI.

MYRKFÆLNI er tímarit á ensku um íslensku jaðartónlistar senuna en tímaritið vinnur að því að koma tónlist sem fellur í skugga Atlantshafsins yfir á meginlöndin. Fyrsta tölublaðið kom út 1. ágúst síðastliðinn.

MYRKFÆLNI er tímarit á ensku um íslensku jaðartónlistar senuna

Tónleikarnir verða haldnir helgina 15. og 16. september á tónleikastaðnum Húrra. Þar spila 10 íslenskar jaðarhljómsveitir:

AAIIEENN

Bárujárn

DÖPUR

Godchilla

Holdgervlar

IDK | IDA

Rex Pistols

SKRATTAR

World Narcosis

Harry Knuckles

Það kostar 1000kr inn á hvert kvöld en allur ágóði rennur til útgáfu á öðru tölublaði tímaritsins MYRKFÆLNI.

Hægt er að nálgast viðburðinn og texta um hann á ensku á Facebook hér.

Skrifaðu ummæli