BALSAMIC BOYS GÁFU ÚT ÞANN 7. APRÍL SÍNA FYRSTU SMÁSKÍFU

0

 

bblogo

Þann 7. apríl gáfu Balsamic Boys út sína fyrstu smáskífu. Um er að ræða tveggja laga smáskífu sem inniheldur lögin Easy og Dark Star. Hljómsveitina skipa þeir Björn Salvador Kristinsson, Kristinn Finnbogason og Þorsteinn Tandri Helgason. Þrátt fyrir að hafa verið vinir í fjölda ára hafa þeir ekki unnið saman að tónlist nema í örfáa mánuði.

Hægt er að nálgast smáskífuna hér: https://pro.beatport.com/release/easy/1501019

Kristinn hefur um árabil getið sér gott orð undir tónlistarnafninu Deep Within og gaf Björn út nokkrar smáskífur á árunum 2011 – 2012 undir nafninu Pavilion.

Hljómsveitin spilaði á Sónar hátíðinni í febrúar síðastliðnum og í aðdraganda Sónar tónleikanna fæddust lögin Easy og Dark Star.

balsamicboys

Það er meira framundan í plötuútgáfu hjá strákunum, en þann 22. apríl kemur út þeirra önnur smáskífa, en hún mun innihalda lögin Warsaw og Concerta.

bb1

 

Comments are closed.