BALDVIN SNÆR HLYNSSON 16 ÁRA MENNTASKÓLANEMI VAR AÐ GEFA ÚT FYRSTA SÓLÓDISKINN SINN „OG HIMINNINN GRÆTUR“

0

image002

Baldvin Snær Hlynsson, 16 ára menntaskólanemi var að gefa út fyrsta sólódiskinn sinn „Og Himinninn Grætur“ nú í nóvember. Þetta er jazz diskur sem er með rólegu melódískum jazzhljómi og allt efnið er frumsamið.


Baldvin stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð ásamt því að vera í píanónámi í FÍH.

Baldvin kom sér upp stúdíói nú í sumar og tók diskinn upp heima hjá sér í Kópavogi ásamt félögum sínum þeim Sölva Kolbeinssyni sem spilar á saxófón og Símoni Karl Melsteð sem spilar á klarínett.

Baldvin spilaði svo á píanó, bassa og sá um upptökur og hljóðblöndun.

Svo var það Ágúst Sveinsson sem trommaði inn á diskinn í London þar sem hann býr og sendu þeir upptökurnar á milli sín í gegnum netið.

Diskurinn var tekinn upp í rigningunni í júlí og ágúst síðastliðnum og dregur hann nafn sitt af veðráttunni í sumar „Og Himinninn Grætur“

Verkið á kápunni á disknum gerði Arna Beth sem var með Baldvini í MH.

diskur

Baldvin hefur í nógu að snúast þessa dagana, meðal annars er hann að klára að gera tónlist við stuttmyndina „Aleinn“ sem skólabróðir hans Ísak Hinriksson er að gera og á að frumsýna hana núna fyrir jól. Ásamt Jazzinum er Baldvin í fönkhljómsveit og eins hefur hann verið að taka upp raftónlist, þannig ótrúlega fjölhæfur drengur hér á ferð og aðeins 16 ára gamall.

 

Hægt er að hlusta á titillagið inn á disknum hér:

Comments are closed.