BALBERT ALVIN TEKUR ÞIG Í GLÆFRALEGT FERÐALAG

0

balbert

Tónlistarmaðurinn Balbert Alvin var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem nefnist „Þetta er allt þitt.“ Lagið er tekið af væntanlegri EP plötu sem er væntanleg á næstunni. Balbert tók sér ágætis pásu frá tónlist eða síðan hann sagði skilið við hljómsveitina Lokbrá.

Það er greinilegt að sköpunargleðin er allsráðandi en umrætt lag er níu mínútur að lengd og tekur það hlustandann í glæfralegt ferðalag! Lagið og EP platan er tekið upp í Stúdíó Hljóðverk en það er Einar Vilberg sem annaðist upptökur.

Hér er á ferðinni frábært lag sem vert er að hækka í og njóta!

www.balbertalvin.com

Comments are closed.