BALATRON VEKUR ATHYGLI ERLENDIS MEÐ NÝRRI TÓNLISTARSTEFNU

0

14793876_1497919956901789_1294603915_n

Tónlistarmaðurinn Balatron hefur komið víða við en hann hefur snert á tónlistarstefnum eins og t.d. house, trance, techno, Hip hop, Pop, Eurovision og Drum and Bass. Tónlistarmenn eru alltaf leitandi eftir einhverju nýju en Balatron datt inn á nýja stefnu, það nýja reyndar að hún er ekki komin með nafn ennþá en kallast t.d. half time d&b, beats og future beats.

„Ævintýrið byrjaði þegar Noisia Spiluðu Lag eftir mig í Noisia radio og hef ég nú verið „featured” hjá þeim alls fjórum sinnum“ – Balatron

2020-vol-2

Balatron landaði plötusamning við plötuútgáfufyrirtækið Ivy Lab en þeir eru kóngarnir í þessarri nýju senu. Plötufyrirtækið sendi frá sér safnplötu fyrir skömmu en þar er Balatron með eitt lag, alls ekki slæmt það!

„Ég fékk síðan boð um að gefa út Ep plötu á Flexout audio. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma en ég er að fá talsvert mikla athygli erlendis“ – Balatron

balatron-waves-005

Platan kom út í gær og ber hún nafnið Waves 005 Balatron og hægt er að nálgast hana hér.

Skrifaðu ummæli