BAGGALÚTUR OG FRIÐRIK DÓR MEÐ FLUNKUNÝTT JÓLALAG

0

Í tilefni þess að 2017 ár eru frá því jólin voru fundin upp sendir Baggalútur frá sér flunkunýtt jólalag. Hinn ástsæli dægurlagasöngvari og skemmtikraftur Friðrik Dór syngur lagið með hljómsveitinni og bregður sér í hlutverk dvergjólasveinsins Stúfs. Hugleikur Dagsson myndskreytti.

Hér fyrir neðan má lesa textann við lagið en óhætt er að segja að hann er bráðskemmtilegur!

Það er pínupínulítið, pínulítið sem ég þarf að segja þér.

Pínupínulítið, pínulítið sem ég verð að deila með þér.

Við komum auga’ á agnarsmáan mann.

Ótrúlegt við skyldum greina hann.

 

Hann var pínupínulítill, varla mikið meira’ en nokkur kílógrömm.

Sem var pínulítið skrítið, án þess að ég sé með neina smæðarskömm.

Hann fór um langan veg að finna mig,

fann sig knúinn til að minna’ á sig:

 

Ég er frábær gaur, fáránlega nettur.

Ætti’ að vera til á hverju heimili.

Frábær gaur, fyrirmyndareintak.

Kem og verð með vesen í des.

 

Stúfur, já Stúfur — hann kemur í kvöld.

Takið þið skótauið til.

Stúfur, já Stúfur — hann kemur í kvöld.

Ég mæti á svæðið með sjampó og spil

 

Ég var pínupínulítið hvumsa en ég lagði saman tvo og tvo.

Var pínupínulítið hikandi’ en ég sagði samt og spurði svo:

Hvað ætlar þú að verða litli vin

ef þú verður stór, eins og við hin?

 

Frábær gaur, fáránlega nettur.

Ætti’ að vera til á hverju heimili.

Frábær gaur, fyrirmyndareintak.

Kem og verð með vesen í des.

 

Brilljant gaur, gríðarlega nettur.

Ætti’ að vera til á hverju heimili.

Toppnæs gaur, tímamótaeintak.

Kem og verð með desemberves.

 

Ljúfasti Stúfurinn lendir í kvöld.

Komið lausafjármunum í skjól.

 

Stúfur, já Stúfur — hann kemur í kvöld.

Grísirnir reka upp gól.

Stúfur, já Stúfur — hann kemur í kvöld.

Þá gef ég þeim öllum gleðileg jól.

 

Stúfur, já Stúfur — hann kemur í kvöld.

Þá verða mömmurnar spól.

Stúfur, já Stúfur — hann kemur í kvöld.

Þá gef ég þeim öllum gleðileg jól.

Baggalutur.is

Skrifaðu ummæli