Bagdad Brothers leggja undir sig Hljóðfærahúsið

0

Nú er loksins komið að Heimsókn í Hornið III en að þessu sinni kíkja bagdad brothers í hornið. Þetta alræmda dúó hefur getið sér gríðarlega gott orð að undanförnu sem er sérlega skemmtilegt í ljósi þess hversu erfiðlega hefur gengið að skilgreina tónlist þeirra félaga. Sveitina skipa þeir Sigurpáll Viggó Snorrason og Bjarni Daníel Þorvaldsson sem báðir eru afar skemmtilegir menn. Þeir munu svara spurningum, spjalla við viðstadda og að sjálfsögðu taka lagið.

Hljóðfærahúsið og albumm.is stendur fyrir “HEIMSÓKN Í HORNIД en þar heimsækir listafólk sviðið í horni Hljóðfærahússins til að sýna hvað í þeim býr. Fyrirkomulagið er afslappað, aðgangur ókeypis og misjafnt hvað boðið verður upp á í hvert skipti, tónleika, spjall, kennslu eða blöndu af öllu saman!

Stuðið fer fram í verslun Hljóðfærahússins, Síðumúla 20 og hefst gleðin stundvíslega kl 17:00. Ekki hika við að mæta, sjáumst!

Hljodfaerahusid.is

Skrifaðu ummæli