BÆKUR Í BAKRÝMI

0

unnamed-1

Í bakrými Harbinger opnar bókabúðin „Bækur á bakvið“ þar sem fáanleg verða íslensk og erlend bókverk ásamt ritum frá sjálfstæðum útgáfum.  Helstu þemu eru myndlist, hönnun og ljósmyndun ásamt konseptbókum. Markmið starfseminnar er að auðvelda aðgengi að einstökum, tilraunakenndum, og jafnvel sérviskulegum bókverkum þar sem markaðsjónarmið koma lítið við sögu í undirbúningi og frágangi. Þar að auki er markmiðið að veita sjálfstæðri útgáfu brautargengi með því að útbúa vettvang þar sem listamenn geta komið verkum sínum á framfæri og gert þeim kleift að rata til viðtakenda.

harbinger

Vonir standa til þess að með tilkomu þessa vettvangs og auknum sýnileika bókarinnar sem sjónræns listforms, verði sjálfstæð útgáfa hér á landi enn fjölbreyttari og öflugri.

Í framrýminu verður áfram starfrækt sýningarýmið Harbinger en á miðvikudaginn opnaði þar sýning Leifs Ýmis Eyjólfssonar og Sigurðar Atla Sigurðssonar, „Prent og vinir.“

Opið verður mán-fös frá 16 – 20 og lau-sun frá 14 – 18 fram að jólum. Opnunartímar á nýju ári verða auglýstir síðar.

Harbinger ásamt Bókum á bakvið, er til húsa að Freyjugötu 1, RVK.

Skrifaðu ummæli