BAÐAÐUR SÆKADELÍSKUM LJÓSUM Í UNDIRDJÚPUNUM

0

Tónlistarmaðurinn Hermigervill eða Sveinbjörn Thorarensen eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Vape Aquatic.” Lagið er tekið af væntanlegri plötu kappans Hermigervill – II og bíða margir afar spenntir eftir henni!

Hægt væri að lýsa „Vape Aquatic” sem sækadelísku tripp raf hoppi en við skulum ekki reyna of mikið á okkur að skilgreina þetta snilldar lag! Myndbandið er virkilega töff og smell passar laginu en Nadine Platzek á heiðurinn af því.

Skrifaðu ummæli