BABIES FLOKKURINN OG GKR Á HÚRRA Í KVÖLD

0

babies flokkurinn

Það verður sannkallað stuð á skemmtistaðnum Húrra í kvöld en þá mun Babies Flokkurinn stíga á stokk ásamt tónlistarmanninum vinsæla GKR. Lofað er virkilega góðu stuði og ættu því allir að reima á sig dansskónna og koma með góða skapið!

gkr

Sérstaklega er mælt með því að fólk mæti í hlírabol, hitinn verður mikill og því óbærilegt að vera dúðaður upp fyrir haus.

Herlegheitin byrja stundvíslega kl kl 22:00.

Comments are closed.