AXEL FLÓVENT, ÍRIS OG EINARINDRA Á LOFT 24. ÁGÚST

0
axel flóvent

Axel Flóvent

Axel Flóvent er ungur tónlistarmaður frá Húsavík sem hefur vakið mikla athygli erlendis að undanförnu. Axel gaf út EP plötuna Forest Fires vorið 2015 og vakti hún verðskuldaða athygli. Lög af plötunni hafa verið spiluð um heim allan og meðal annars var lagið „Beach“ notað í sjónvarpsþættina Gray’s Anatomy og Vampire Diaries síðasta haust. Axel hefur spilað mikið erlendis og komið fram á fjölda tónlistarhátíða það sem af er ári. Nýlega gerði Axel samning við Sony Epic og má búast við nýrri EP plötu í haust. Fyrsta smáskífan af væntanlegri EP plötu heitir „Your Ghost“ og er nýlega farin að heyrast á útvarpsstöðvum.

einarindra

EinarIndra

EinarIndra  hrærir saman mjúkri raftónlist ásamt myndefni með einkennandi söng sem saman verður að einhverskonar indie/raf/sálar blanda. Hann gaf út fyrstu plötuna sína hjá íslensku raftónlistarútgáfunni Möller Records árið 2014. Síðan þá hefur hann verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og einnig verið að draga að sér athygli utan landsteinanna.

íris

Íris

ÍRiS leikur dulúðuga raftónlist samhliða lifandi flutningi á myndefni eftir listhópinn Huldufugl (huldufugl.is). Röddin leiðir tónlistina áfram ásamt lúppum og effektum sem skapa framlengingu á hljóðheimi raddsviðsins. Rafrænar útsetningar marka spor að nýrri stefnu og leggja drög að útgáfu á væntanlegri stuttskífu á árinu. Efnið var frumflutt á hljómleikaferðalagi um Bretland í marsmánuði síðastliðnum.

Tónleikarnir byrja stundvíslega kl 20:30 og er frítt inn!

http://irismusic.is/

http://www.einarindra.com/

Comments are closed.