AVÓKA OG ARNLJÓTUR BLÁSA TIL HELJARINNAR TÓNLEIKA Á GAUKNUM Í KVÖLD 29. APRÍL

0

Ljósmynd: Brynjar Gunnarsson

Í kvöld Föstudag 29. apríl verður heljarinnar húllumhæ á Gauknum við Tryggvagötu. Hljómsveitin AVóKA spilar ásamt Arnljóti fram á nótt í glæsilegum húsakynnum og hljóðkerfi fagurgalans Gauksins.

AVóKA spilar draumkennt popp þar sem einlægur söngur, harmoníum og trompet leika lykilhlutverk á hippalegu nótunum. Þau eru rétt að ljúka tökum á sinni fyrstu EP plötu sem er væntanleg í sumar.

Arnljótur friðarboðandi í borginni Olomouc í Tékklandi. Ljósmynd: Daníel Friðrik Böðvarsson

Arnljótur er tónlistarmaður í Reykjavík, þar sem hann spilar með ýmsum góðkunningjum ásamt því að reka bandið Ojba Rasta með góðum félögum. Hann hefur gefið út fjórar plötur undir sínu eigin nafni. Þar gerir hann raftónlist sem hefur þróast úr konkret rafi yfir í púlsandi sveimtónlist. Í dag kveður við nýjan og dekkri tón sem heyra má á Gauknum.

Tónleikarnir hefjast rúmlega 22:00 með tónleikum AVóKA og Arnljótur fylgir svo í humátt og leiðir ykkur inn í nóttina. Miðaverði er stillt í hóf, aðeins 1000 kr, en hægt verður að kaupa miða við inngang Gauksins frá klukkan 21:00.

Comments are closed.