AUKATÓNLEIKAR LEONARD COHEN / A MEMORIAL TRIBUTE

0

cohen

Minning Leonard Norman Cohen, sem lést þann 7.nóvember sl., verður heiðruð á Café Rosenberg dagana 10.febrúar og 7.apríl nk.

Uppselt er á tónleikana 10.febrúar en miðasala á tónleikana 7.apríl nk. Hefst í dag þriðjudaginn 10.janúar á Tix.is.

Það er söngvarinn og lagaskáldið Daníel Hjálmtýsson sem túlkar Leonard Cohen en ásamt Daníel eru það þeir Benjamín Náttmörður Árnason sem leikur á gítar, Magnús Jóhann Ragnarsson sem leikur á hljómborð og hljóðgervla, Pétur Daníel Pétursson sem leikur á trommur og Snorri Örn Arnarson sem leikur á bassa, sem sjá um flutning ásamt bakröddum.

Hljómsveitin hyggur á flutning laga frá upphafi til enda ferils Cohen og er vægast hægt að búast við magnaðri kvöldstund á Café Rosenberg.

Borðapantanir í kvöldverð á Café Rosenberg eru í síma 551-2442 eftir klukkan 15.00 alla virka daga.

Skrifaðu ummæli