AUÐUR TÓK LAGIÐ Í VIÐEY

0

audur-2

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson betur þekktur sem AUÐUR er ansi atkvæðamikill þessa dagana. Hann undirritaði nýlega samning við eitt öflugasta höfundarréttarfyrirtæki heims IMAGEM og sló rækilega í gegn í Vikunni hjá Gísla Marteini sl. föstudagskvöld þar sem hann frumflutti lagið „3D“ í sjónvarpssal.

audur

Nú er komið að frumsýningu á lifandi myndbandi við lagið „3D“ sem tekið var upp í Viðey í sumar. Myndbandið lifandi er hluti af Iceland Airwaves seríu Landsbankans sem er einn af styrktaraðilum tónlistarhátíðarinnar.  Þetta er í þriðja sinn sem Landsbankinn gerir lifandi myndbandaseríu í samstarfi við Iceland Airwaves með efnilegu tónlistarfólki sem kemur fram á hátíðinni. Í ár eru það East of My Youth, RuGl og AUÐUR sem eiga tvö lifandi myndbönd hvort í seríunni.

http://audurmusic.com/

Comments are closed.