Auður sendir frá sér plötuna Afsakanir: „Ég er ótrúlega stoltur af þessu verki”

0

Tónlistarmaðurinn Auður var að senda frá sér plötuna Afsakanir. Auðunn Lútherson eins og hann heitir réttu nafni skrifaði nýlega undir plötusamning við Sony, alls ekki slæmt það!  Rigningasumarið 2018 einkenndist af persónulegum breytingum hjá Auði en þá uppgötvaði hann að það er margt sem hann þurfti að vinna í.

„Ég þurfti ekki bara að bæta mitt eigið líf heldur líka líf fólksins í kringum mig. Haldreipið mitt í sumar, eins og svo oft áður, var tónlistin.” – Auður.

Auður fór einn á trúnó við míkrófóninn á hverfisgötunni (101derland) og sumar nætur var hann ábyggilega of lengi. Platan er afrakstur þessarar þerapíu segir hann.

Margir góðir gestir koma fyrir á plötunni eins og t.d Birnir, Valdimar og GDRN svo sumt sé nefnt. Platan er einstaklega þétt og og verður bara betri með hverri hlustun! Margir koma að gerð plötunnar eins og t.d Magnús Jóhann en hann spila á nánast öll lögin og færði útsetningarna á næsta stig!

„Ég er ótrúlega stoltur af þessu verki og gríðarlega þakklátur þeim hæfileikaríku listamönnum sem hjálpuðu mér að láta þetta verða að veruleika.” – Auður.

Ágúst Elí sá um umslag plötunnar en ljósmyndina tók Vignir Daði. Platan er tekin upp í 101derland.

Auður á Instagram

101derland á Instagram

Skrifaðu ummæli