AUÐUR SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „SOUTH AMERICA“

0

AUÐUR
Auðunn Lúthersson er 22 ára tónlistarmaður sem kemur fram undir nafninu Auður. Hann var nýlega tekinn inn í RBMA (Hudson Mohawke, Aloe Blacc, Katy B og Evian Christ) af yfir 4500 umsækjendum. Að undanförnu hefur hann verið á bakvið tjöldin við lagasmíðar hjá einhverjum helstu nöfnum í íslensku hip-hoppi og poppi. Þar á meðal lagið „Strákarnir“ með Emmsjé Gauta. Auk þess var hann í framhaldsnámi FÍH í djassgítarleik. Hann frumsýnir myndbandið við lagið „South America“ sem hann leikstýrir sjálfur með Árna Beinteini á Prikinu 26. október.

AUÐUR 2

„South America“ er fyrsti singúllinn af plötunni al.one sem hann samdi og tók upp þegar kærastan hans var í heimsreisu um Suður Ameríku. Hann bjó einn á Ásfjalli í Hafnarfiði og samdi tónlistina um þetta tímabil í lífi sínu. Platan fangar þetta tímabil einveru og löngunnar.

Comments are closed.